Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Fáum aukið sjálfstraust með þessum sigri

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.

„Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er í skýjunum með fyrsta sigurinn," sagði Gunnlaugur Jónsson eftir góðan 1-2 útisigur sinna manna í Val gegn Grindavík í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Gunnlaugs meðValsliðinu og telur að sigurinn geti reynst mikilvægur fyrir framhaldið.

„Deildin er svo jöfn og því var gríðarlega mikilvægt að ná sigri. Mínir leikmenn fá aukið sjálfstraust með þessum sigri. Við höfum verið að ná forystunni en misst hana niður í fyrstu leikjunum en við sýndum mikinn karakter með að skora strax annað mark eftir að Grindvíkingar jafna."

Valsmenn eiga erfiðan heimaleik gegn Fylki í næstu umferð en Gunnlaugur telur að tíminn verði að leiða í ljós hvort liðið muni blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar.

„Það geta allir unnið alla og við spáum í engu öðru en næsta leik. Við eigum gríðarlega erfiðan heimaleik gegn Fylki í næstu umferð og ef við náum fleiri sigrum þá aukast vissulega möguleikar okkar á að enda ofarlega í deildinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×