Enski boltinn

City vill Mikel Arteta fyrir Ireland

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. GettyImages
Manchester City hefur spurst fyrir um Mikel Arteta hjá Everton. Stephen Ireland er væntanlega á forum frá City og Robert Mancini hefur hug á því að klófesta í Arteta. Þetta kemur fram hjá Guardian í dag.Hja Spánverjinn hefur verið meðal bestu manna á bláa helmingnum á Merseyside og horfa knattspyrnuáhugamenn nú fram á svipaða sögu og með Jolean Lescott síðasta sumar. Þá voru vangaveltur í marga mánuði varðandi Lescott sem fór á endanum til City á uppsprengdu verði. Síðan þá hefur ekki verið gott á milli félaganna. Talið er að Everton vilji um 20 milljónir punda fyrir Arteta, og að Ireland gæti verið notaður í skiptunum. City hefur ekki lengur áhuga á Fernando Torres, sem verður áfram hjá Liverpool, en Jérôme Boateng skrifar væntanlega undir og þá mun City bjóða aftur í James Milner eftir að 20 milljón punda tilboði þess í enska landsliðsmanninn var hafnað af Aston Villa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×