Íslenski boltinn

Keflvíkingar fá að mæta með eina trommu í Frostaskjólið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Puma-sveitin í fullum herklæðum. Þó verður engin básúna og engin trompet í kvöld, og aðeins ein tromma.
Puma-sveitin í fullum herklæðum. Þó verður engin básúna og engin trompet í kvöld, og aðeins ein tromma.

Stuðningsmannasveit Keflavíkur fékk leyfi til að taka eina trommu með sér í Frostaskjólið á leik KR og Keflavíkur í kvöld. Trommur eru almennt bannaðar á KR-vellinum.

Stuðningsmannasveit Keflvíkinga, Puma-sveitin, hafði samband við formann knattspyrnudeildar KR og fékk leyfi fyrir einni trommu. Það var Joey Drummer sjálfur sem reddaði málunum og segir að ein tromma sé betri en engin.

Kristinn Kjærnasted, formaður, sagðist vera í ljúfri stemningu og að það væri ekkert stórmál að eyfa Keflvíkingum að nota eina trommu. „Það er ekkert mál þegar menn eru kurteisir og menn ræða bara málin," sagði Kristinn við Vísi í dag.

„En við nennum ekki að hluta á Tequila allan leikinn (Smelltu hér til að hlusta á Tequila af Youtube). Þegar menn mæta með gjallarhorn og heilar hljómsveitir og þetta snýst bara um að spila einhver lög er okkur nóg um."

„Við viljum að það heyrist vel í okkar fólki og það er erfitt þegar heilar hljómsveitir mæta á völlinn. Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta, en svona viljum við hafa þetta á okkar heimavelli og við virðum svo reglur á útivöllum," sagði Kristinn sem býst við því að sínir menn séu klárir í slaginn og býst við hörkuleik.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×