Íslenski boltinn

Skúli Jón: Hvorugt liðið þorði að taka af skarið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skúli í Evrópuleik í fyrra.
Skúli í Evrópuleik í fyrra.

"Þetta eru tvö jöfn lið og leikurinn einkenndist af baráttu," sagði Skúli Jón Friðgeirsson sem átti flottan leik fyrir KR í kvöld. Lið hans gerði markalaust jafntefli við Keflavík.

Skúli byrjaði í hægri bakverðinum en færðist svo í miðvörðinn eftir færslur sem áttu sér stað vegna meiðsla Viktors Bjarka Arnarssonar.

"Það var eins og hvorugt liðið þorði að taka af skarið og leggja allt í þetta. Leikurinn var því ekki í skemmtilegri kantinum. Við erum drullusvekktir, þetta var ekki það sem við lögðum upp með. Við höfum verið að fá mörg mörk á okkur og við lögðum upp með að halda markinu hreinu," sagði Skúli.

KR hefur aðeins þrjú stig. "Það hefur verið mikil sveifla í okkar spilamennsku og við verðum að ná fram stöðugleika í þetta. Mér fannst okkur ekki takast það nægilega vel í dag."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×