Fótbolti

Fabio Capello: Ég vil meira

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Capello horfir á sjúkraþjálfara sinna Gerrard í gær.
Capello horfir á sjúkraþjálfara sinna Gerrard í gær. GettyImages
Fabio Capello var nokkuð ánægður með lærisveina sína eftir 3-1 sigur á Mexíkó. Um vináttulandsleik var að ræða en bæði lið undirbúa sig nú undir HM. Hann hrósaði meðal annars Steven Gerrard en enska liðið þótti ekki sannfærandi í leiknum. Það telst það reyndar sjaldan, en samt sem áður er árangur þess yfirleitt góður. “Gerrard getur spilað á miðjunni með Frank Lampard en við verðum að bíða og sjá hverjir verða í formi,” sagði Capello sem hvíldi nokkra lykilmenn í gær, meðal annars Lampard og John Terry. Capello átti við Gareth Barry sem er meiddur, en hann verður líklega í byrjunarliðinu á HM verði hann heill. “Við breyttum til eftir hálfleikinn og settum Steven á miðjuna, þar sem hann spilaði mjög vel. Hann er mjög góður leikmaður sem getur spilað á miðjunni og fyrir aftan framherjann. Hann gefur okkur mikla möguleika.” “Ég hef ekki áhyggjur af frammistöðunni. Það var mjög mikilvægt að vita hvar við stöndum, andlega og líkamlega eftir langt tímabil. Við höfum tíma núna til að ná liðsandanum upp og sjá hversu mikil gæði eru í liðinu.” “Við erum hættulegir þegar við sækjum hratt, mjög hættulegir. En ég vil ekki bara að við spilum þannig. Ég vil meira,” sagði Capello.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×