Umfjöllun: Selfyssingar stálu stigi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2010 18:15 Stjörnumenn fagna marki. Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07
Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01
Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54