Umfjöllun: Selfyssingar stálu stigi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2010 18:15 Stjörnumenn fagna marki. Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07
Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01
Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54