Umfjöllun: Selfyssingar stálu stigi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2010 18:15 Stjörnumenn fagna marki. Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07
Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01
Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54