Umfjöllun: Selfyssingar stálu stigi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2010 18:15 Stjörnumenn fagna marki. Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í dramatískri viðureign í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu betur en Jón Guðbrandsson kom þeim yfir eftir þunga sókn þeirra um miðbik fyrri hálfleiksins. Boltinn barst út til Jóns eftir baráttu í teignum og hann afgreiddi knöttinn í netið með glæsilegu skoti. En Stjörnumenn létu ekki bugast við þetta og tóku völdin í leiknum hægt og rólega. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti möguleika að jafna metin þegar hann komst einn gegn markverði undir lok hálfleiksins en lét verja frá sér. Hann gerði þó vel þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir góða sendingu bakvarðarins Baldvins Sturlusonar á lokaandartökum fyrri hálfleiksins. Jöfnunarmarkið var verðskuldað en kom engu að síður á versta tíma fyrir heimamenn. Stjörnumenn hertu tökin í upphafi síðari hálfleiks og voru einkar duglegir við að dæla boltanum inn á teig heimamanna. Það bar árangur á 58. mínútu þegar að Þorvaldur Árnason fékk sendingu inn í teiginn og skoraði með snyrtilegu skoti. Tíu mínútum síðar komst svo Steinþór Freyr, sem átti þrátt fyrir allt góðan leik, í dauðafæri er hann var kominn einn gegn markverði heimamanna eftir góðan undirbúning Daníels Laxdals. Steinþór skaut þó yfir úr mjög góðri stöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar komust þó Selfyssingar í hraðaupphlaup sem átti eftir að enda með marki. Sævar Þór Gíslason var sloppinn í gegn og féll í teignum þegar hann reyndi að komast framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni, markverði Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari leiksins dæmdi umsvifalaust víti og sýndi Bjarna Þórði rauða spjaldið þrátt fyrir kröftug mótmæli þess síðarnefnda. Guðmundur Þórarinsson skoraði úr vítinu og jafnaði þar með metin. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. Stjörnumenn björguðu á línu frá Sævari Þór og sóttu svo sjálfir stíft að marki heimamanna á lokamínútunum, án árangurs þó. Heimamenn geta því þakkað fyrir stigið sem þeir fengu á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru einfaldlega betri lengst af í leiknum og en geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin sín betur í leiknum.Selfoss – Stjarnan 2-2 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Selfossvöllur. Áhorfendur: 1.020Dómari: Erlendur Eiríksson (5)Skot (á mark): 14–14 (9-8)Varin skot: Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1Hornspyrnur: 4–4Aukaspyrnur fengnar: 10–18Rangstöður: 0–5Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 7 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 7 (74. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Guðmundur Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61. Einar Ottó Antonsson 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 – maður leiksins Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Marel Baldvinsson 5 (70. Magnús Karl Pétursson 5) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og hana má lesa hér: Selfoss - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07 Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01 Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Bjarni Jó: Vorum lengi að átta okkur á gervigrasinu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með að hafa þurft að sætta sig við eitt stig á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:07
Steinþór Freyr: Tek þetta á mig Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld. 25. maí 2010 22:01
Sævar Þór: Þetta var snerting Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld. 25. maí 2010 21:54