Fótbolti

Rooney ætlar ekki að slaka á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu.
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney hefur engan áhuga á að taka því rólega til að tryggja að hann komist örugglega á HM í Suður-Afríku í heilu lagi.

Rooney meiddist á hálsi í vináttulandsleik Englands og Mexíkó í gær en hann hefur ítrekað mátt glíma við ýmis konar smávægileg meiðsli á undanförnum mánuðum og vikum - stuðningsmönnum til mikillar gremju.

„Maður verður að spila eins og maður gerir venjulega í hverjum einasta leik," sagði Rooney. „Ef eitthvað gerist þá verður bara að hafa það. Það verður samt að halda áfram."

„Ég finn ekki fyrir neinni sérstakri pressu. Ég reyni bara að gefa allt mitt í leikinn þegar ég er að spila."

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði eftir leik að hann hefði ekki áhyggjur af hálsmeiðslum Rooney. Það gerir hann ekki sjálfur.

„Mér líður nokkuð vel. Ég er svolítið stífur en það lagast á næstu dögum," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×