Fleiri fréttir

KR bar siguorð af Tindastól

KR bar sigur úr býtum í viðureign sinni við Tindastól í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Sauðarkróki og endaði 81 - 99. Leikurinn byrjaði með látum og í upphafi var Tindastóll með forustuna. Kr-ingar tóku þó fljótlega við sér og voru skrefinu á undan það allt þangað til í þriðja leikhluta en þá varð jafnt á milli liðanna. Í upphafi fjórða leikhluta lokuðu KR-ingar vörninni og því fór sem fór.

Shevchenko: Ég er búinn að finna mig á Englandi

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko viðurkennir að hann hafi átt afar erfitt uppdráttar á fyrstu mánuðum sínum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en segir þá erfiðleika nú að baki - hann sé búinn að finna taktinn með liðinu.

Beckham verður frá í mánuð

Vonir David Beckham um að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný dvínuðu til muna í dag þegar ljóst varð að hann verði frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla. Beckham meiddist í leik Real Madrid og Getafe í gær og því er ljóst að kappinn kemur ekki mikið við sögu það sem eftir er ferils hans hjá spænska liðinu fram á vorið.

St.Louis Supercross úrslit

Gríðarleg spenna og skemmtun var í úrslitum í St.Lous keppninni nú um helgina. Keppnin var haldin í Edward Jones höllinni og þó það hafi verið kalt og snjóað fyrir utan var hitinn að nálgast suðumark inni.

St.Louis Lites úrslit

Hörkuspennandi keppni var Lites flokknum og landaði Ben Townley sigri eftir lélegt gengi í síðustu keppni.

Gerrard: Erfiðasti leikur okkar til þessa

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum.

50.000 miðar seldir á hátíðarleikinn

Þegar hafa verið seldir yfir 50.000 miðar á hátíðarleikinn sem fram fer á Old Trafford í næstu viku, þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þátttöku Manchester United í Evrópukeppni. David Beckham mun ekki taka þátt í leiknum eins og til stóð eftir að hann meiddist í deildarleik með Real Madrid í gær.

Beguiristain: Hentar okkur vel að sækja

Txiki Beguiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir það liðinu í hag að þurfa að sækja gegn Liverpool á Anfield annað kvöld. Hann segir heldur ekkert benda til þess að Barcelona eigi ekki að geta unnið á Anfield.

Wade ætlar í endurhæfingu

Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA síðasta vor, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að reyna að vera með liði sínu í úrslitakeppninni sem hefst þann 21. apríl. Wade fór úr axlarlið á dögunum og þarf í uppskurð, en hann hefur nú ákveðið að reyna að fresta því þangað til í sumar.

Alonso: Ferrari skrefinu á undan

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars.

Iniesta: Þetta verður stríð

Miðjumaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona blæs í herlúðra fyrir leikinn gegn Liverpool á Anfield annað kvöld þar sem Börsunga bíður erfitt verkefni eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Helmingslíkur á að Henry verði með

Arsene Wenger segir helmingslíkur á því að Thierry Henry komi við sögu í síðari leik Arsenal og PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Henry á við erfið meiðsli að stríða og gerði þáttaka hans í fyrri leiknum lítið til að laga þau.

Eggert: Curbishley er maðurinn

Eggert Magnússon hefur nú tekið af allan vafa með framtíð Alan Curbishley, knattspyrnustjóra West Ham. Eggert ítrekaði í dag að Curbishley væri ráðinn til framtíðar - óháð því hver staða liðsins verði í sumar.

Mourinho: Heppni United veitir okkur von

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir sína menn ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Hann segir Chelsea ekki hafa í hyggju að færa Manchester United titilinn á silfurfati og segir heppni United-liðsins í síðustu leikjum veita sér von.

Barcelona þarf að brjóta 40 ára hefð

Evrópumeistarar Barcelona eiga erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966.

Xavi: Við mætum grimmir til leiks

Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir sína menn ætla að mæta grimma til leiks og sækja til sigurs annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann frækinn 2-1 sigur í fyrri leiknum á Spáni.

Wilson sigraði á Honda Classic eftir bráðabana

Mark Wilson sigraði á Honda Classic PGA-mótinu í Flórída í dag eftir fjögurra manna bráðabana – fékk fugl á meðan Jose Coceres rétt missti fuglinn af um þriggja metra færi á þriðju holu í bráðabana. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Wilsons á PGA-mótaröðinni.

Endurkoma Yao Ming í beinni á NBA TV í kvöld

Kínverski risinn Yao Ming snýr væntanlega aftur með liði Houston Rockets í NBA deildinni í kvöld þegar liðið sækir Cleveland Cavaliers heim klukkan tólf á miðnætti. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV-rásinni á Fjölvarpinu. Ming hefur misst úr 32 leiki vegna fótbrots, en hann var með 27 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik áður en hann meiddist.

Beckham og Reyes missa af leiknum við Bayern

David Beckham og Jose Antonio Reyes verða ekki í leikmannahópi Real Madrid í síðari leik liðsins gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag. Báðir meiddust þeir á hné í deildarleik gegn Getafe í gær og þá verður framherjinn Gonzalo Higuain tæplega með heldur eftir að hann meiddist í sama leik. Real hefur nauma 3-2 forystu fyrir leikinn á miðvikudag, sem fram fer í Munchen.

Sheringham boðinn samningur í Sydney

Gamla brýninu Teddy Sheringham hjá West Ham hefur verið boðinn eins árs samningur af ástralska A-deildarliðinu Sidney FC samkvæmt frétt frá breska sjónvarpinu. Sheringham verður 41 árs gamall í næsta mánuði og leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Nolan framlengir við Bolton

Fyrirliðinn Kevin Nolan hjá Bolton hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Samningurinn er framlenging á eldri samningi hans og gildir þessi til ársins 2011. Nolan er 24 ára gamall og vísar því á bug að hann hafi hugleitt að fara frá Bolton til að eiga meiri möguleika á að komast í enska landsliðið eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum á Englandi.

Curbishley verður ekki látinn fara

Breska sjónvarpið hefur eftir heimildamanni sínum hjá West Ham að Alan Curbishley verði ekki rekinn úr starfi knattspyrnustjóra þó liðið falli í 1. deild í vor. West Ham tapaði fyrir grönnum sínum í Tottenham í gær og situr á botni deildarinnar.

Sean Hackley meiddur

Fyrir nokkrum vikum féll Sean Hackley af hjólinu sínu og hefur ekki getað verið með í supercrossinu vegna meiðsla. Við töluðum við Sean og spurðum hann útí meiðslin.

100 stiga skoteinvígi í Milwaukee

Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum.

Haukar fallnir

Haukar féllu í kvöld í 1. deildina í körfubolta eftir 88-78 tap fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur. ÍR lagði Þór 83-73, Hamar lagði Fjölni 87-75 og Snæfell lagði granna sína í Skallagrími 79-72 í Stykkishólmi. Það ræðst svo í lokaumferðinni hvort það verður Fjölnir eða Þór sem fylgir Haukum niður um deild.

Curbishley: Við erum að falla á tíma

Alan Curbishley knattspyrnustjóri var að vonum niðurlútur eftir að hans menn í West Ham töpuðu 4-3 fyrir Tottenham í æsilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir liðið vera að falla á tíma í botnbaráttunni og sagði vanþroska leikmanna hafa kostað liðið sigur í dag.

Real tapaði stigum

Real Madrid tókst ekki að komast upp að hlið Valencia í spænska boltanum í kvöld þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum grönnum sínum í Getafe á heimavelli. Daniel Guiza kom gestunum í 1-0 eftir 38 mínútur en Ruud Van Nistelrooy jafnaði úr víti á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Heimamenn komust ekki lengra að þessu sinni og þurfa að sætta sig við fjórða sætið - tveimur stigum á eftir Valencia.

New Orleans - Utah í beinni í nótt

Leikur New Orleans Hornets og Utah Jazz verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt í nótt. Þarna er á ferðinni áhugavert einvígi leikstjórnendanna Chris Paul og Deron Williams, sem eru án efa leikstjórnendur framtíðarinnar í NBA.

Úrslit ístöltkeppni á Húsatóftum

Ístöltkeppni var haldin í dag á Húsatóftum hjá hestamannafélaginu Smára. Gunnlaugur Bjarnason og Tvistur 9v frá Blesastöðum sigruðu barnaflokk, Nanna Mikkelsen og Stalla 4v frá Vorsabæ sigruðu ungmennaflokkinn og Bjarni Birgisson og Stormur 7v frá Blesastöðum sigruðu fullorðinsflokkinn.

Valsmenn á toppinn

Valsmenn eru einir í efsta sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir leiki dagsins. Valur vann góðan sigur á Akureyri 32-28, en á sama tíma gerðu HK-menn jafntefli við Fylki 25-25 í Digranesi. Þá unnu ÍR-ingar óvæntan sigur á Haukum 32-27.

Íslendingaliðin úr leik

Óvænt úrslit urðu í Meistaradeild Evrópu í dag þegar Íslendingalið Gummersbach féll úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar þegar það tapaði 34-32 fyrir spænska liðinu Valladolid á heimavelli. Gummersbach var yfir 18-17 í hálfleik en er úr leik eftir að liðin höfðu skilið jöfn í fyrri leiknum á Spáni.

Ævintýralegur sigur Tottenham

Ekkert annað en fall virðist nú blasa við liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 4-3 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Tottenham í dag. Leikurinn var vægast sagt dramatískur og geta leikmenn West Ham ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér up tapið.

Kalla á David Beckham

Umræðan um David Beckham og enska landsliðið kraumar enn á Englandi og í dag létu þeir Gary Lineker og Michael Owen báðir í ljós skoðun sína á málinu. Þeir vilja að Steve McClaren landsliðsþjálfari kalli Beckham aftur inn í landsliðið.

Góður sigur hjá Blackburn

Blackburn gerði sér lítið fyrir og lagði Bolton 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn magnaði Benni McCarthy sem skoraði bæði mörk gestanna úr vítaspyrnum á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik, en Nicolas Anelka minnkaði muninn fyrir Bolton skömmu fyrir leikslok. Bolton er í fimmta sæti deildarinnar en Blackburn í því níunda.

Mikið fjör á Sýn í dag

Það verður mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og venja er um helgar, en í dag verður boðið upp á beinar útsendingar frá spænska boltanum, PGA-mótaröðinni í golfi og svo verður stórslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Hitzfeld: Vörn Real er eins og gatasigti

Ottmar Hitzfeld segist vera mjög vongóður um að hans menn í Bayern Munchen slái Real Madrid út úr Meistaradeildinni þegar liðin mætast öðru sinni í 16-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Real marði 3-2 sigur í síðustu viku og segir Hitzfeld að ekki einu sinni Fabio Capello geti stoppað upp í lélegan varnarleik spænska liðsins.

Berlusconi hefur áhuga á Ronaldinho

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segist hafa fullan áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona. Þetta gengur þvert á nýlega yfirlýsingu varaforsetans Adriano Galliani, sem sagði félagið ekki hafa efni á honum.

Ferguson: Það er líf eftir Larsson

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni spjara sig vel þó framherjinn Henrik Larsson sé brátt á heimleið aftur til Svíþjóðar. Larsson spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið um næstu helgi þegar United mætir Middlesbrough í bikarnum.

Rooney þarf í myndatöku

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United þarf að fara í myndatöku vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool í gær. Rooney varð fyrir harðri tæklingu frá Jamie Carragher og óttast forráðamenn United að hann muni missa af síðari leiknum við Lille í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Dallas setti met með 15. sigrinum í röð

Dallas Mavericks setti í nótt félagsmet þegar liðið vann 15. sigurinn í röð í NBA deildinni. Dallas lagði Orlando naumlega á heimavelli 92-89 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando, en Dallas varð í nótt 6. fljótasta liðið í sögu NBA til að ná 50. sigurleiknum í deildarkeppninni.

Neitar að greiða dómurunum

Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, var foxillur út í þá Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson sem dæmdu leik Fram og Stjörnunnar í gær.

Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir

Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi.

Úrslit af öðrum vetrarleikum Gusts

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti í Kópavogi fóru fram í dag í Glaðheimum. Þátttaka var nokkuð góð og var hörð keppni í ýmsum flokkum, t.d. í flokknum Karlar I þar sem margir góðir hestar og knapar öttu kappi.

Úrslit vetrarmóts Mána

Vetrarmót Mána var haldið í dag á Mánagrund í Keflavík. Gunnhildur Stella Haraldsdóttir og Vinur frá Sandhólaferju sigruðu pollaflokkinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Djákni frá Feti sigruðu barnaflokk og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju sigruðu unglingaflokk.

Sjá næstu 50 fréttir