Sport

St.Louis Supercross úrslit

Chad Reed náði holuskotinu i St.Louis
MYND/TWMX

það var Ástralinn Chad Reed sem náði holuskotinu á meðan bæði Tim Ferry og Ivan Tedesco féllu báðir í sandkafla brautarinnar. Ricky Carmichael var á meðal fimmtu fyrstu manna og var að vinna sig upp.

Það var svo í síðustu 180° beygju á fyrsta hring sem James Stewart skellti sér harkalega innan á Reed og tók sig og Reed niður. Reed var fljótur að skella sér á hjólið aftur ,á meðan Stewart var í erfiðleikum með að koma hjóli sínu í gang,við það var hann orðinn seinastur.

Þetta færði þá Eric Sorby í fyrsta sætið þar á eftir komu þeir Kevin Johnson,Nathan Ramsey,Davi Millsaps og Josh Summey. Sorby leiddi þangað til á þriðja hring þegar Carmichael skellti sér í fyrsta sætið,hann hafði þá verið tekið fram úr fimm mönnum á tveim hringjum. Carmichael leiddi þar eftir alla keppninna með sama sem enga pressu á eftir sér.

Chad Reed kom sér í annað sætið eftir stuðið við Stewart sem náði að vinna sig úr síðasta sæti í það þriðja á níunda hring. Þá upphófst keppnin um annað sætið við Reed. Stewart náði að skella sér aftur innan á Reed í sömu beygju og hann hafði tekið þá báða niður og landaði örðu sætinu,Reed endaði þá þriðji.

Chad Reed var ekki sáttur við James Stewart eftir keppnina og skiptust þeir á ófögrum orðum sem ekki verða birt hér.

Staðan eftir kepninna í St.louis er þá þessi:

 

  • James Stewart 210 stig (6 sigrar)
  • Chad Reed 191 (1 sigur)
  • Tim Ferry 149
  • Kevin Windham 137
  • Ricky Carmichael 116

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×