Sport

Sean Hackley meiddur

Sean Hackley
Sean Hackley MYND/Transworldmx

Fyrir nokkrum vikum féll Sean Hackley af hjólinu sínu og hefur ekki getað verið með í supercrossinu vegna meiðsla. Við töluðum við Sean og spurðum hann útí meiðslin.

"Ég var að æfa mig í Elsinore á þriðjudaginn fyrir supercrosskeppnina í Houston. Ég féll af hjólinu í þvottabrettunum og endaði með smá heilahristing." sagði Sean um byltuna sem hann lenti í. "Ég tek minn tíma í að jafna mig og ég ætla að vera orðinn góður áður en ég keppi næst, ég er tilbúinn um leið og ég fer að hjóla aftur" sagði hann.

Þó svo að Sean hefur ekki byrjað að æfa aftur spurðum við hann um Texas keppnina og fengum þá uppúr honum að hann verður á staðnum og mun að öllum líkindum keppa þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×