Handbolti

Íslendingaliðin úr leik

Alfreð og félagar eru úr leik í Meistaradeildinni
Alfreð og félagar eru úr leik í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Óvænt úrslit urðu í Meistaradeild Evrópu í dag þegar Íslendingalið Gummersbach féll úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar þegar það tapaði 34-32 fyrir spænska liðinu Valladolid á heimavelli. Gummersbach var yfir 18-17 í hálfleik en er úr leik eftir að liðin höfðu skilið jöfn í fyrri leiknum á Spáni.

Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk.

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real eru einnig úr leik eftir tap gegn Portland San Antonio 37-29 á útivelli, en Ciudad vann fyrri leikinn með fimm mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×