Sport

St.Louis Lites úrslit

Darcy Lange var óheppinn í St.Louis
MYND/TWMX

Lites var hörkuspennandi þessa helgina þegar Ben Townley tók fyrsta sætið. Townley og liðsfélagi hans Darcy Lange áttu harðan slag um fyrsta sætið alla keppnina og héldu menn að Lange væri að landa fyrsta sætinu þegar hann féll í einni beygjunni,með því hreppti Townley sigurinn og Lange féll í það sjötti.

Það var einnig hart barist um annað og þriðja sætið og var það á milli Ryan Dungey,Mike Alessi og Matt Goerke. Svo virtist að Dungey ætlaði að landa þriðja sætinu en lenti svo í hægari ökumönnum og við það keyrði hann út úr braut og féll,hann endaði svo átjánda sæti eftir erfiðleikum með að koma hjóli sínu aftur í gang.

Alessi var þá í þriðja sæti með Ryan Morris og Matt Goerke hart á eftir sér. Alessi varð á í messunni og missti þá báða fram úr sér og endaði fjórði,Annað sætið hreppti því Ryan Morris og liðsfélagi hans Matt Goerke náði þriðja.

Staðan í Lites eftir keppnina í St.Louis er þá þessi :

  • Ryan Morais 40 Stig
  • Matt Goerke 40
  • Darcy Lange 37
  • Ryan Dungey 28 (1 Sigur)
  • Justin Brayton 26
  •  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×