Fleiri fréttir

Góður sigur hjá Fram

Framarar unnu sætan sigur 29-25 á Stjörnunni í dhl deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið undir 13-10 í hálfleik. Tite Kalandadze skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Roland Eradze varði 20 skot í markinu, en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11/6 mörk fyrir Fram og gamla brýnið Zoltan Belanyi skoraði 5 mörk úr 5 skotum í síðari hálfleiknum.

Bayern aftur í baráttuna

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana.

Defoe vorkennir West Ham

Jermaine Defoe, leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður West Ham, segist kenna í brjóst um stuðningsmenn West Ham sem sjá fram á annað fallið í fyrstu deild á nokkrum árum. Defoe er ekki vinsæll á Upton Park síðan hann fór frá liðinu þegar það féll fyrir þremur árum.

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Flensburg tapaði síðari leik sínum við Barcelona 34-29 í dag, en vann fyrri leikinn örugglega 31-21. Þetta er í þriðja sinn síðan 2004 sem liðið fer í undanúrslit, en þangað er liðið komið ásamt löndum sínum í Kiel.

Inter aftur á sigurbraut

Meistarar Inter Milan eru komnir aftur á sigurbraut í ítölsku A-deildinni eftir jafntefli í síðasta leik, en liðið lagði Livorno 2-1 á útivelli í dag eftir að lenda marki undir. Cristiano Lucarelli kom Livorno yfir með marki úr aukaspyrnu en Julio Cruz og Zlatan Ibrahimovic tryggðu Inter sigur. Á sama tíma gerði Roma 1-1 jafntefli við Ascoli og Inter hefur því 16 stiga forystu á toppnum.

Útlitið dökknar hjá West Ham

Leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvaldeildinni er nú lokið og hefur staða West Ham í botnbaráttunni versnað til muna því keppinautar liðsins á botninum kræktu allir í stig í dag.

Enn vinnur Federer

Roger Federer vann í dag sinn sjöunda titil í röð þegar hann vann sigur á Rússanum Mikhail Youzhny 6-4 og 6-3 í úrslitaleiknum á opna Dubai mótinu í tennis. Þetta var fjórði sigur hins magnaða Federer á mótinu á síðustu fimm árum.

Arnór og félagar úr leik

Arnór Atlason og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn eru úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir 39-35 tap í síðari leik sínum við fyrrum félaga Arnórs í þýska liðinu Magdeburg. Þýska liðið vann fyrri leikinn með sjö mörkum og er komið í undanúrslit keppninnar. Arnór skoraði fjögur mörk í leiknum í dag.

Ferguson: Maður þarf heppni til að vinna titla

Sir Alex Ferguson viðurkenndi fúslega að hans menn í Manchester United hefðu haft heppnina með sér þegar þeir stálu 1-0 sigri á Liverpool í dag. Hann sagði heimamenn hafa spilað betur, en bendir á að menn verði að hafa heppnina með sér ef þeir ætli að vinna titla.

O´Shea tryggði United öll stigin

Manchester United tók mjög stórt skref í áttina að enska meistaratitlinum í dag þegar liðið lagði erkifjendur sína í Liverpool 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. John O´Shea skoraði sigurmark United í uppbótartíma eftir að Paul Scholes hafði verið vikið af velli. United hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar en Chelsea á tvo leiki til góða.

Besti leikur Shaquille O´Neal í vetur

Gamla brýnið Shaquille O´Neal fór á kostum í nótt þegar hann fór fyrir Miami í góðum sigri á efsta liði Austurdeildarinnar, Detroit Pistons, 85-82. Miami hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en hafði nauman sigur á lokasprettinum eftir að Detroit hafði náð að jafna leikinn og komast yfir í fjórða leikhluta. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Markalaust í hálfleik á Anfield

Staðan í stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Heimamenn hafa verið heldur sprækari framan af. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar en United á toppnum.

Tímamót hjá goðsögninni Giggs

Velski vængmaðurinn Ryan Giggs leikur sinn 700. leik með Manchester United í dag er liðið sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið í eldlínunni með United síðan 1991 og unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði.

Til La Manga með Álasundi

Guðjón Baldvinsson mun fara með Álasundi í vikuæfingaferð til La Manga á Spáni í næstu viku. Hann hefur verið að æfa með liðinu undanfarna daga og átti góða innkomu í tapleik liðsins gegn Djurgården í fyrrakvöld.

Yrði dauðadómur fyrir félagið

Ensk knattspyrnuyfirvöld rannsaka nú hvort ólöglega hafi verið staðið að skráningu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano þegar þeir gengu til liðs við West Ham í haust.

Nú meiðast menn í hverjum leik

Það er eins og Keflvíkingar þurfi að ganga í gegnum allt hugsanlegt mótlæti í körfuboltanum í vetur og staða liðsins hefur vissulega borið keim af því.

Bellamy: Missti stjórn á skapi mínu

Skapofsamaðurinn Craig Bellamy hefur í fyrsta skipti tjáð sig um það sem gekk á milli hans og John Arne Riise en Bellamy var sagður hafa lamið Riise í fæturna með golfkylfu eftir gott kvöld í Portúgal.

Robinho lánaður til heimalandsins?

Umboðsmaður brasilíska framherjans Robinho segir að forráðamenn Real Madrid ættu að fara að ákveða sig hvort þeir ætli að nota leikmanninn á næstunni, því hann sé með fjölda tilboða á borðinu um að fara sem lánsmaður til Brasilíu.

Generalprufan fyrir bikarúrslitin

Generalprufan fyrir bikarúrslitaleik karla í handbolta fer fram í Ásgarði í Garðabæ í dag þegar Stjarnan tekur á móti Fram í DHL-deild karla. Liðin mætast á sama tíma eftir viku í sjálfum bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Bæði ollu þau vonbrigðum fyrir jól en hafa verið að ná sér á strik í síðustu leikjum, Stjarnan hefur unnið sex deildarleiki í röð og Framliðið er búið að skora 118 mörk í síðustu þremur leikjum sínum í deild og bikar.

Keyptu hlut í Millwall

Bandarískt fjárfestingafélag hefur keypt hlutabréf í enska 2. deildarfélaginu Millwall fyrir fimm milljónir punda. Félagið hefur því bæst í hóp með Liverpool, Manchester Untited og Aston Villa sem eru reyndar öll í eigu Bandaríkjamanna.

Blóðug barátta

Það verður háð stríð á Anfield klukkan 12.45 í dag þegar hinir fornu fjendur Liverpool og Man. Utd mætast.

Blackburn lækkar miðaverð

Forráðamenn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að lækka meðalverð á ársmiðum fyrir stuðningsmenn liðsins á næsta ári. Lækkunin þýðir að Blackburn verður af milljón punda í tekjum.

Á leið til Fjölnis

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun framherjinn Davíð Þór Rúnarsson vera á leið til 1. deildarliðs Fjölnis. Hann lék síðast með Víkingum en hefur verið samningslaus um nokkra mánaða skeið. Davíð lék síðast með Fjölni árið 2004 en hefur einnig verið á mála hjá Tindastóli, Neista á Hofsósi og Hvöt.

Terry verður ekki með gegn Porto

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti í gær að fyrirliðinn John Terry verði ekki í leikmannahópi liðsins í síðari viðureigninni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. "Ekki fræðilegur möguleiki," sagði Mourinho þegar hann var spurður en sagðist frekar búast við honum fyrir leikinn gegn Tottenham í bikarnum um næstu helgi.

Auðvelt og afgerandi hjá KR-ingum

KR vann loksins sigur á Hamar/Selfoss í DHL-höllinni í gær eftir að hafa tapaði tvívegis fyrir þeim fyrr í vetur. KR vann 23 stiga sigur, Hamar/Selfoss skoraði aðeins 52 stig og tapaði sínum fjórða leik í röð.

Bestu liðin heima væru best í Belgíu

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir leikur í dag sinn fyrsta leik með belgíska úrvalsdeildarliðinu Oud-Heverlee Leuven þegar það heimsækir lið KFC Lentezon Beerse.

Unnu Tékka 30 - 25

A-landslið kvenna sigraði nú í kvöld Tékka á æfingarmóti í Tékklandi. Leikurinn endaði 30-25 fyrir Íslandi en staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Íslandi.

ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik

ÍR bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í kvöld, 95 - 97. Marel Guðlaugsson spilaði í liði Hauka og varð þar með leikjahæsti maður deildarinnar. Hann var heiðraður fyrir leikinn. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu en ÍR-ingar voru þó skrefinu á undan.

KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss

KR bar sigurorð af Hamar/Selfoss í 21. umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld með 75 stigum gegn 52 stigum. KR-ingar leiddu allan leikinn með um tveimur til tíu stigum. Leiðir fóru síðan að skiljast í seinni hálfleik en þá fóru KR-ingar að hitta betur og herða vörnina hjá sér. Hamar/Selfoss komst lítt áleiðis og sést það best á því að þeir skoruðu aðeins eina þriggja stiga körfu í öllum leiknum.

Chelsea viðurkennir brot sín

Chelsea hefur gengist við ákæru enska knattspyrnusambandsins um að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum og / eða starfsmönnum sínum í úrslitaleik Carling bikarkeppninnar. Chelsea hefur þó beðið sambandið um áheyrn til þess að útskýra sína hlið á málinu. Sams konar kæra var lögð fram gegn Arsenal liðinu.

West Ham ákært vegna félagaskipta Tevez og Macheranos

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að kæra Íslendingaliðið West Ham fyrir brot á reglum um leikmannakaup í tengslum við komu argentínsku leikmannanna Carlos Tevez and Javier Mascherano til liðsins í ágúst í fyrra.

UEFA vísar kæru Lille frá

Áfrýjunarnefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hefur vísað frá kæru franska knattspyrnuliðsins Lille sem vildi að mark Ryans Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku yrði dæmt ólöglegt.

Dagný Linda í 35. sæti á Ítalíu

Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona varð í 35. sæti á heimsbikarmóti í tvíkeppni kvenna í Tarvisio á Ítalíu. Fram kemur í tilkynningu frá Skíðasambandinu að hún hafi verið 38. eftir brunið af þeim 52 stúlkum sem kláruðu fyrri ferðina og náði svo 33. besta tímanum í sviginu.

Zlatan aftur með sænska landsliðinu

Sættir hafa tekist með sænska sóknarmanninnum Zlatan Ibrahimovic og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Svía, sem þýðir að Zlatan mun aftur leika með sænska landsliðinu.

Fjórtán sigrar í röð hjá Dallas

Dallas vann sinn fjórtánda sigur í röð þegar liðið lagði Cleveland með 95 stigum gegn 92. Dirk Nowitski var stigahæstur í liði Dallas með 24 stig en Le Bron James skoraði 39 fyrir Cleveland.

Wi efstur á Honda Classic

Charlie Wi frá Suður Kóreu hefur eins höggs forystu á Honda Classic mótinu í golfi sem hófst í gær. Bernhard Langer frá Þýsklandi stal senunni í gær.

Kári Steinn nokkuð frá sínu besta í Birmingham

Kári Steinn Karlsson varð í 21. sæti af 25 keppendum í undanúrslitum í 3000 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Birmingham í morgun. Kári kom í mark á 8 mínútum 31,91 sekúndu og var 20 sekúndum frá Íslandsmeti sínu.

Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni

Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið.

Drogba bestur í Afríku

Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku í fyrsta sinn á ferlinum. Drogba var tilnefndur ásamt félaga sínum Michael Essien hjá Chelsea, en sá hafnaði í þriðja sæti í kjörinu annað árið í röð. Samuel Eto´o hjá Barcelona varð annar í kjörinu, en hann hafði unnið þrjú síðustu ár.

Njarðvíkingar deildarmeistarar

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja Fjölnismenn í Grafarvogi 89-75. Snæfell lagði Grindavík 83-74, Skallagrímur vann Þór 103-93 og þá vann Keflavík sigur á Tindastól á heimavelli 107-98.

Upphitun fyrir Miami - Detroit á Sýn annað kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar klukkan eitt annað kvöld þegar meistarar Miami Heat taka á móti erkifjendum sínum Detroit Pistons í NBA deildinni. Detroit hefur mjög örugga forystu í fyrsta sætinu í Austurdeildinni, en Miami er sem stendur í sjöunda sætinu og þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Ísland tapaði fyrir Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrsta leik sínum á æfingamóti sem stendur yfir í Tékklandi næstu daga. Íslenska liðið tapaði fyrir Slóvakíu 34-26 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið, sem mætir heimamönnum Tékkum á morgun.

Njarðvíkingar geta tryggt sér efsta sætið í kvöld

Í kvöld fara fram fjórir leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta. Njarðvíkingar geta með sigri á Fjölni tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en liðin eigast við í Grafarvogi klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Snæfell á móti Grindavík, Keflavík á móti Tindastól og Skallagrímur fær Þórsara í heimsókn.

Eggert fékk dularfullt duft í pósti

Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ og stjórnarformannI enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, barst í gær dularfullt bréf á skrifstofu sína í Lundúnum með með hvítu dufti.

Emre enn í sviðsljósinu vegna kynþáttaníðs

Tyrkneski miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle er enn í sviðsljósinu fyrir meintan kynþáttaníð sinn á knattspyrnuvellinum, en hann er nú sakaður um þetta í þriðja sinn á stuttum tíma. Bolton og Everton höfðu þegar gert athugasemdir við framkomu leikmannsins og nú hefur leikmaður Watford bæst í þennan hóp.

Sjá næstu 50 fréttir