Fleiri fréttir

Betri en helmingur Chelsea-liðsins

Kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto´o hefur ekki mikla trú á því að brasilíski snillingurinn Ronaldinho gangi til liðs við Chelsea á næstunni og hlær af tilraunum enska stórliðsins til að tryggja sér kappann. "Hann er betri en helmingur liðs þeirra til samans," segir Eto´o.

Niður um 37 sæti á sjö mánuðum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lækkaði sjöunda mánuðinn í röð á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær og er nú komið niður í 93. sæti á listanum. Fyrir þetta ár hafði íslenska landsliðið aldrei verið neðar en 88. sæti á listanum.

Hópurinn mun taka breytingum

Fréttablaðið fékk þá Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, og Júlíus Jónasson, þjálfara ÍR, til að spá í spilin varðandi valið á landsliðshópnum em Viggó Sigurðsson kemur til með að velja fyrir HM í Túnis sem fer fram í janúar.

Ronaldinho sá besti í heimi 2004

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gær útnefndur besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA fyrir árið 2004 en hann var efstur í kjöri landsliðsþjálfara og fyrirliða landsliða heims.Samskonar verðlaun voru einnig afhent hjá konunum og þar var þýska knattspyrnukonan Birgit Prinz valin best annað árið í röð.

Liverpool of góðir fyrir Newcastle

Liverpool komst í 6. sæti ensku úrvaldseldarinnar í knattspyrnu þegar liðið vann sanngjarnan sigur á Newcastle, 3-1 á Anfield. Gestirnir komust þó yfir gegn gangi leiksins á 32. mínútu þegar Patrick Kluivert skoraði en Titus Bramble jafnaði 3 mínútum síðar með sjálfsmarki áður en Neil Mellor og Milan Baros bættu tveimur mörkum við.

Einn leikur í körfunni í dag

Einn leikur fer fram í 1. deild karla í körfubolta í dag. Í Valsheimilinu kl.16.00  mætast Valur og Stjarnan í 9. umferð. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Þórs frá Akureyri en Valsmenn eru í 4. sæti með 12 stig.

Loksins sigur hjá Inter Milan

Roma valtaði yfir Parma 5-1 í ítölsku Serie A deildinni í knattspyrnu í dag þegar 8 leikir fóru fram. Francesco Totti og Antonio Cassano skoruðu tvö mörk hvor og Vincenzo Montella eitt fyrir Parma. Inter Milan tókst loks að innbyrða sigur eftir 12 jafntefli í 15 leikjum í vetur og unnu Brescia 1-0.

Ólafur spænskur bikarmeistari

Ólafur Stefánsson varð í dag spænskur bikarmeistari í handbolta með liði sínu Ciudad Real sem sigraði Portland San Antonio 39-36 í tvíframlengdum úrslitaleik. Ólafur skoraði 6 mörk í leiknum en markahæsti maður leiksins með hvorki meira né minna en 17 mörk var Demetrio Lozano hjá Portland.

Býður aftur í United

Bandaríski milljarðamæringurinn, Malcolm Glazer, hefur að sögn gert annað tilboð í ráðandi hlut enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Fyrra tilboði hans, upp á 800 milljónir punda, var hafnað fyrr í vetur á þeirri forsendu að of stór hluti fjármagnsins væri lánsfé og ekki væri hyggilegt að setja félagið í þá vafasömu fjárhagsstöðu sem því hefði fylgt.

Arsenal aftur í 2. sætið

Arsenal endurheimti 2. sæti ensku úrvaldeildarinnar í knattspyrnu í dag með 0-1 útisigri á Portsmouth. Sol Cambell skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Arsenal er nú með 38 stig í 2. sæti, fimm stigum á eftir toppliði Chelsea.

Engin verðlaun til Einherja

Ekkert verður af því að þeir kylfingar sem farið hafa holu í höggi þetta árið hljóti viðurkenningu vegna þess, eins og tíðkast hefur um árabil.

SR og SA jöfn að stigum

Skautafélag Akureyrar sigraði Skautafélag Reykjavíkur um helgina, 6-5, í spennandi leik á Akureyri. Með sigrinum komust Akureyringarnir upp að hlið SR á toppi meistaraflokks karla með ellefu stig

Pressan eykst á Viggó

"Hugurinn er óneitanlega við mótið í Túnis og margt sem er í skoðun út af því," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Nú líður óðum að heimsmeistaramótinu í Túnis þar sem Ísland verður meðal þátttakenda og segir Viggó að hann finni að pressan sé að aukast.

Tókst ekki að saxa á forskotið

Espanyol mistókst að saxa á forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið gerði aðeins markalaust jafntefli við botnlið Numancia en endurheimti þó 2. sæti deildarinnar með stiginu. Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Valencia í gærkvöldi og því hefði Espanyol getað minnkað bilið í 7 stig með sigri.

Enn lifir í glæðum Arsenal

"Við áttum góðan leik fram að markinu og hefðum átt að leggja harðar að okkur en sem fyrr fáum við okkur ódýr mörk," sagði Greame Souness, stjóri Newcastle, eftir 3-1 tapleik liðsins gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tóku leikmenn Liverpool þrjú tiltölulega auðveld stig og auðvelduðu Souness ekki starf sitt.

Þórsarar í úrvalsdeildina

Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í handbolta karla í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir HK í dag í lokaumferð Norður riðils DHL deildarinnar, 26:32. Norðanmenn hafna í 4. sæti því Fram sem barðist við Þór um fjórða og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni tapaði fyrir FH á heimavelli í dag, 31:32.

Chelsea í 6 stiga forystu

Chelsea jók í dag forystu sína á toppi ensku úrvaldeildarinnar í knattspyrnu í 6 stig eftir 4-0 sigur á Norwich. Á sama tíma gerði næst efsta liðið í deildinni, Everton, markalaust jafntefli við Blackburn. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í síðari hálfleik.

Löggan leitar að boxara

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur hnefaleikakappanum Floyd Mayweather Jr. þar sem hann mætti ekki í réttarsal þar sem taka átti fyrir mál gegn honum. Hinn 27 ára Mayweather Jr er sakaður um að hafa sparkað í dyravörð sem lá liggjandi í gólfinu eftir að annar maður hafði brotið flösku á höfði hans.

Löggan leitar að boxara

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur hnefaleikakappanum Floyd Mayweather Jr. þar sem hann mætti ekki í réttarsal þar sem taka átti fyrir mál gegn honum. Hinn 27 ára Mayweather Jr er sakaður um að hafa sparkað í dyravörð sem lá liggjandi í gólfinu eftir að annar maður hafði brotið flösku á höfði hans.

Bjarni kom inn á hjá Plymouth

Bjarni Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í lið Plymouth í ensku Cahampionship deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði fyrir Derby á heimavelli, 0-2. Bjarni gekk sem kunnugt er í raðir liðsins eftir að hafa rift samningi sínum við Coventry í gær föstudag.

Man Utd sigraði Crystal Palace

Manchester United vann í dag góðan sigur á Crystal Palace í ensku úrvaldsdeildinni, en leikið var á Old Trafford. Paul Scholes skoraði fyrsta markið á 22. mínútu, en Danny Granville jafnaði fimm mínútum síðar. Alan Smith kom United aftur yfir tíu  mínútum fyrir hálfleik, en Finninn Joonas Kolkka jafnaði á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.

Sörenstam kona ársins

Kylfingurinn Annika Sörenstam hlaut nafnbótina Íþróttakona ársins af bandarískum samtökum sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni þáttöku kvenna í íþróttum. Er hún vel að nafnbótinni komin, enda hefur árið verið henni gott sem sést hvað best á því að hún braut nýlega í fyrsta sinn tveggja milljóna króna múrinn.

Sex stiga forskot Chelsea

Stórlið Chelsea lék sér að liði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær og vann góðan 4-0 sigur. Chelsea mun því í fyrsta sinn í sögu félagins sitja á toppi deildarinnar um jólavertíðina og hefur skapað sér þægilegt forskot á helstu andstæðinga sína. Arsenal getur þó klórað í bakkann en til þess þurfa þeir sigur í dag gegn Portsmouth.

Íslendingarnir úr leik

Í annað skiptið í röð á einni viku voru skíðaguðirnir ekki með okkar mönnum sem þátt tóku í Evrópubikarmótinu sem fram fór Pozza di Fassa á Ítalíu.

Liðsstyrkur til Snæfellinga

"Við höfum séð hann spila og okkur líst vel á það sem við sáum og svo verður að koma í ljós hvort hann plumar sig hérlendis," segir Bárður Eyþórsson, þjálfari körfuboltaliðs Snæfells, en liðið fær liðsstyrk um áramótin þegar Bandaríkjamaðurinn Mike Aimes mun ganga til liðs við Snæfellinga.

Þór áfram á kostnað Frammara

Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning .

Yfirbyggð Vesturbæjarlaug

Hugmyndir eru uppi um að byggja yfirbyggða 25 metra langa keppnislaug við Vesturbæjarlaugina í Reykjavík og stækka þannig og bæta núverandi aðstöðu sundgesta. Er í tillögunum gert ráð fyrir að erlendir aðilar, sem hug hafa á að setja samhliða upp fullkomna líkamsræktaraðstöðu, komi að fjármögnun verkefnisins.

Chelsea mætir Barcelona

Dregið var í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar í knattspyrnu nú fyrir stundu og eru engir smáleikir á dagskránni. Meðal viðureigna er Barcelona - Chelsea, Real Madrid - Juventus og Manchester United - AC Milan.

Bjarni til Plymouth

Bjarni Guðjónsson, leikmaður Coventry, hefur gert samning við keppinautana hjá Plymouth Argyle. Bjarni, sem er 25 ára, skrifaði undir samning um að leika næstu átján mánuði með Plymouth eftir að Coventry og hann komust að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans hjá liðinu.

Einvígi Shevchenko og Nedved

Einar Logi Vignisson skrifar vikulega um fótboltann í Suður Evrópu í Fréttablaðið. Að þessu sinni tekur hann fyrir stórleik Juventus og AC Milan á Delli Alpi í kvöld en þar mætast tvö efstu liðin í deildinni.

Guðjón kominn heim til að vera

Guðjón Þórðarson býst við því að vera alkominn heim til Íslands en hann gerði þriggja ára samning við bikarmeistara Keflavíkur á fimmtudag. Guðjón tjáir sig um nýja liðið sitt í viðtali við Fréttablaðið.

Undanúrslit á EM í handbolta í dag

<font face="Helv"> Evrópumeistarar Dana í kvennahandbolta mæta í dag Rússum í undanúrslitum Evrópumeistarakeppninnar sem fram fer í Ungverjalandi en Ungverjar keppa einmitt í hinum undanúrslitaleiknum gegn Norðmönnum. Frænkur okkar í Noregi og Danmörku þykja líklegri til að halda svo áfram í úrslit en þessi tvö lið kepptu til úrslita í Evrópukeppninni árið 2002 og höfðu þær dönsku þá góðan sigur og danska liðið hefur ekki orðið fyrir neinni blóðtöku að ráði síðan þá. Lið Norðmanna hefur hins vegar tekið breytingum milli ára. </font>

Dudek er betri en Kirkland

Mikið hefur verið skrafað um hið mikla markvarðavandamál innan herbúða Liverpool en liðið hefur tapað allnokkrum stigum þennan veturinn á markmannsklúðri, nú síðast hjá Jerzy Dudek gegn Portsmouth. En merkilegt nokk, sé tölfræðin skoðuð kemur í ljós að Pólverjinn er mun betri milli stanganna en Chris Kirkland.

Fékk rýtingsstungu í bakið frá KSÍ

Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er ósátt við vinnubrögð forystu KSÍ og landsliðsnefndar kvenna. Hún kvartar ekki yfir því að samningurinn við hana hafi ekki verið endurnýjaður en krefur þá sem koma að málinu um heiðarleg og fagmannleg vinnubrögð.

Coulthard til Red Bull

Skoski ökuþórinn, David Coulthard, hefur skrifað undir eins árs samning við Red Bull Racing og mun keyra fyrir liðið á árinu 2005, en þetta tilkynnti talsmaður Red Bull í dag.

Engin kaup í janúar hjá Mourinho

Jose Mourinho, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnuliðsins Chelsea, segist ekki ætla að nýta janúargluggann til leikmannakaupa.

Van Nistelrooy í myndatöku

Framherji Manchester United, Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy, mun fara í röntgen myndatöku vegna kálfa meiðslanna sem hafa verið að plaga hann undanfarið.

Morientes vill fara til Liverpool

Fernando Morientes hefur látið hafa eftir sér að hann sé meira en tilbúinn til að ganga til liðs við Liverpool í janúar, en framherjinn hefur lítið fengið að spreyta sig hjá stjörnuprýddu liði Real Madrid þar sem hann er á eftir Raul, Ronaldo og Michael Owen í goggunarröðinni.

Montgomerie ekki fyrirliði

Golfarinn Colin Montgomerie hefur dregið til baka umsókn sína um fyrirliðastöðu Evrópuliðsins sem keppir á K Club á Írlandi árið 2006. Montgomerie, sem er 41 árs og setti niður sigurpúttið í sigri Evrópuliðsins á því bandaríska á Okland Hills vellinum í september, segir að "allir" telji hann of ungan fyrir fyrirliðastöðuna og að hann ætti að einbeita sér að því að spila áfram.

Knauss fellur á lyfjaprófi

Austurríski skíðamaðurinn Hans Knauss féll á lyfjaprófi sem hann var sendur í eftir Heimsbikarmót í Lake Louise í Kanada í síðasta mánuði, en í honum greindist steralyfið Nandrolone.

Valur sigraði toppslaginn

Í kvöld fóru fram þrír leikir í Suðurriðli úrvaldsdeildar karla í handknattleik. Valsmenn komust upp að hlið ÍR-inga er þeir sigruðu þá 29-28 í miklum spennuleik. Grótta/KR unnu góðan fjögra marka sigur á Selfyssingum, 26-22, og Víkingar og Stjarnan gerðu jafntefli, 28-28.

Sigfús ekki með

Línumaðurinn snjalli, Sigfús Sigurðsson, leikur ekki með Íslenska landsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Meiðsli í baki tóku sig upp á nýjan leik og ljóst að Sigfús getur ekki æft næstu vikurnar.

Atli ekki til Keflavíkur

Atli Eðvaldsson þjálfar ekki Keflavíkurliðið í fótbolta næsta sumar. Atli gaf starfið frá sér af persónulegum ástæðum. Atli útilokaði ekki að þjálfa í framtíðinni.

Bryant biður O´Neal afsökunar

Kobe Bryant biður miðherjann Shaquille O´Neal afsökunar á ummælum sínum um árið en tvímenningarnir léku saman í áraraðir með Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum.

Savage má fara, segir Steve Bruce

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, ætlar ekki að standa í vegi fyrir Rob Savage ef hann ákveður að segja skilið við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir