Fleiri fréttir

Njarðvík marði Hauka

Njarðvík vann nauman sigur á Haukum, 69-67, í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta á miðvikudagskvöldið.

Landsliðið tilkynnt

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingaferð kvennalandsliðsins til Englands milli jóla og nýárs.

Íshokkífólk ársins valið

Jónas Breki Magnússon og Anna Sonja Ágústdóttir voru í gær útnefnd íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandinu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttinni en bæði hafa þrátt fyrir ungan aldur þegar látið verulega að sér kveða og eiga langa og góða framtíð fyrir sér næstu árin.

Hættur við að hætta

Hnefaleikarinn Oscar de la Hoya íhugar nú að snúa aftur í hringinn eftir að hafa lýst yfir fyrr á árinu að hann væru hættur hnefaleikum.

Tilboð streyma inn

Fjarskiptatæki þau er forráðamenn Barcelona ráða yfir hafa ekki þagnað síðustu daga eftir að Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, lýsti því yfir í fjölmiðlum að nauðsyn væri að fá einn miðjumann og einn sóknarmann til liðsins um leið og leikmannamarkaðurinn í Evrópu opnar á ný í byrjun janúar.

Dudek betri en Kirkland

Mikið hefur verið skrafað um það mikla markvarðavandamál innan herbúða Liverpool en liðið hefur tapað allnokkrum stigum þennan veturinn á markmannsklúðri, nú síðast hjá Jerzy Dudek gegn Portsmouth.

Guðjón til Keflavíkur

Guðjón Þórðarson verður næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Guðjón skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Suðurnesjaliðið. Þar með lýkur sögunni endalausu, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um það hvert Guðjón færi á næsta tímabili. Áfangastaður landsliðsþjálfarans fyrrverandi verður semsagt Kaflavík.

Sigurður Ragnar semur við ÍA

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Knattspyrnufélag ÍA og tekur samningurinn gildi um áramót. Sigurður Ragnar er ekki alveg ókunnugur á Skaganum en hann spilaði með þeim tvö sumur, árið 1998 er hann lék 13 leiki og skoraði 6 mörk, og svo árið 1999 er hann spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark.

Þjóðverjar sigruðu Japana

Þjóðverjar sigruðu Japana 3-0 í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór í Yokohama í Japan í dag fyrir framan rúmlega 60 þúsund áhorfendur, og komu öll mörkin í síðari hálfleik. Miroslav Klose skoraði fyrsta markið á 54. mínútu en Michael Ballack bætti öðru við á þeirri 69. áður en Klose gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma.

Wenger sektaður

Arsene Wenger, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnuliðsins Arsenal, hefur verið sektaður um 15 þúsund pund af enska knattspyrnusambandinu. Sektin kemur í kjölfar ummæla Wenger um framherja Manchester United, Hollendinginn Ruud van Nistelrooy, eftir leik United og Arsenal á Old Trafford nýverið, en Wenger var ekki sáttur við Hollendinginn í þeim leik og kallaði hann svindlara.

OLeary framlengir

Stjóri Aston Villa, Írinn David OLeary, hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs framlengingu á samning sínum við félagið, en samningaviðræður hafa staðið yfir í þó nokkurn tíma.

Edu enn ekki ákveðinn

Miðjumaðurinn snjalli hjá Arsenal, Brasilíumaðurinn Edu, hefur enn ekki ákveðið hjá hvaða liði hann muni skrifa undir í janúar.

Tilboði í Bjarna hafnað

Coventry City hefur neitað Plymouth Argyle um að fá landsliðsmanninn Bjarna Guðjónsson að láni. Bjarni, sem er 25 ára, hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Coventry í vetur, en Bjarni stóð sig mjög vel sem lánsmaður hjá þeim í fyrra vetur og skrifaði svo undir samning við liðið í sumar, en Bjarni var áður hjá þýska liðinu Bochum.

Úrslit í körfunni í kvöld

Sex leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Haukar tóku á móti efsta liðinu, Njarðvík, og höfðu betur 91-83. Í keflavík sigruðu heimamenn Fjölni örugglega með 22 stiga mun, 96-74. KR tapaði heima fyrir Grindavík 90-94, ÍR sigraði Hamar/Selfoss 98-83, Skallagrímur vann KFÍ 98-82 á Ísafirði og loks sigraði Snæfell Tindastól á Króknum 96-72.

Gronkjær til Madrid

Vængmaður Birmingham, Daninn Jesper Gronkjær, hefur samið við Spænska félagið Atletico Madrid um að ganga til liðs við þá þegar leikmannaglugginn opnar aftur í janúar.

Ferrari framlengir við Vodafone

Formúla eitt liðið Ferrari hefur framlengt auglýsingasamning sinn við símafyrirtækið Vodafone um tvö ár. Gamli samningurinn var til þriggja ára og fékk Ferrari liðið 110 milljónir punda í sinn vasa fyrir hann, en enn hefur ekki verði gefið út nánari lýsing á nýja samningnum.

Riðlakeppni UEFA Cup lokið

Riðlakeppninni í Evrópumóti félagsliða í knattspyrnu lauk í kvöld þegar riðlar A - D voru kláraðir og nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin á morgun föstudag. Newcastle gerði það sem þurfti og tryggði sér toppsæti D-riðils með 1-1 jafntefli gegn Sporting frá Portúgal á St James Park.

Guðjón Valur á leið til Gummersbach

Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach.

Guðmundur í góðu formi í Svíþjóð

Lið Guðmundar E. Stephensen, sænsku meistararnir í Malmö FF, heldur áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis en liðið sigraði Mariedals IK örugglega 6-0 í fyrrakvöld.

Ágúst þjálfar U-18

Ágúst Sigurður Björgvinsson hefur verið ráðinn þjálfari U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta en Ágúst þjálfar einnig hið unga og efnilega kvennalið Hauka.

Norsku stelpurnar líklegastar

Norska kvennalandsliðið þykir sigurstranglegast á Evrópumóti kvenna í handbolta sem nú stendur yfir í Ungverjalandi.

Jefferson og Stoudemire bestir

Richard Jefferson hjá New Jersey Nets og Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns voru valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar vikunnar frá 6. til 12. desember.

Erna Rún til ÍS

Erna Rún Magnúsdóttir, 19 ára körfuboltakona úr Grindavík, hefur ákveðið að breyta til og ganga til liðs ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta.

Hamar/Selfoss fær liðsstyrk

Hamar/Selfoss hefur fengið liðstyrk fyrir baráttuna á nýju ári en sameiginlega liðið á Suðurlandi hefur nú leikið sjö sigurleiki í röð í deild og bikarkeppni eftir að hafa tapað fyrstu sjö leikjum tímabilsins.

Ísak í Tindastól

Ísak Einarsson hefur skipt í Tindastól en hann hefur spilað með Álaborg í Danmörku með námi undanfarin tvö tímabil.

Keflavík vann Njarðvík

Keflavík lagði granna sína í Njarðvík að velli 78-73 í Intersport deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn sem var í beinni útsendingu á Sýn var æsispennandi. Keflavík var yfir í hálfleik 40-34. Njarðvík komst yfir 73-71 en keflvíkingar skoruðu sjö síðustu stig leiksins.

Portsmouth jöfnuðu í lokin

Liverpool og Portsmouth skildu jöfn 1-1 á Anfield, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Steven Gerrard kom heimamönnum yfir á 70.mínútu en Lomano Lua Lua jafnaði metin á lokaseúndum leiksins. Liverpool er sem fyrr í sjöundu sæti með 25 stig. Portsmouth er með 23 stig í tíunda sæti.

Seattle vann Lakers

Seattle vann Los Angeles Lakers 108-93 í NBA deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Rashard Lewis skoraði 37 stig sem er það besta á hans ferli. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur. Þetta var átjándi sigur liðsins á tímabilinu en þeir eru með bestan árangur í deildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers.

Leiktíðin endanlega fyrir bí

Slitnað hefur upp úr endurnýjuðum samningaviðræðum milli leikmanna í NHL-íshokkídeildinni og eigenda þeirra félaga sem þar spila. Hefur sem kunnugt er ekkert verið spilað á ísnum vestanhafs í vetur vegna verkfalls leikmanna, sem sættu sig ekki við kröfur eigendanna um að tengja laun þeirra meira við þær tekjur sem félögin hala inn.

De La Hoya aftur í veltivigt

Oscar de la Hoya hefur tilkynnt að hann ætli sér að fara aftur niður í veltivigt og keppa þar, en miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð kappans og jafnvel talið að hann myndi leggja hanskana á hilluna.

Sonics vann Lakers

Kobe Bryant og Ray Allen leiddu saman hesta sína þegar Seattle Supersonics tók á móti Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Leikmaður Blackburn kærður

Barry Ferguson, leikmaður Blackburn, var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik gegn Crystal Palace á laugardaginn var.

Benitez ekki ósáttur við Dudek

Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez vildi ekki meina að markvörður Liverpool, Jerzy Dudek, hafi átt sökina á að liðið gerði jafntefli við Portsmouth.

Eric Cantona til Manchester

Unnendur Manchester United geta glaðst yfir þeim fregnum að Eric Cantona ætlar að leggja leið sína á Old Trafford um helgina.

Jaap Stam vill United

Jaap Stam hjá AC Milan vill ólmur að lið dragist gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu.

Singh golfari ársins

Golfarinn Vijay Singh var í dag útnefndur golfari ársins í Evrópu, en þetta er í fyrsta skipti sem Singh vinnur þessa viðurkenningu.

Groningen vill fresta kaupum

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mun ekki ganga til liðs við hollenska liðið Groningen á næstu dögum eins og fyrirhugað var

Atli þjálfar ekki Keflavík

Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun ekki stýra liði Keflavíkur í Landsbankadeild karla á komandi tímabili en samningaviðræður á milli hans og stjórnar Keflavíkur voru komnar nokkuð á veg. Atli staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær og sagði að þótt tilboðið væri spennandi þá hefði þessi tímapunktur ekki hentað.

Samuel Eto´o ber af

Kamerúninn Samuel Eto´o, leikmaður Barcelona, er besti afríski leikmaðurinn í Evrópuboltanum að mati Spánverja en þarlend könnun um þetta var birt í vikunni.

City tilbúnir að selja Anelka

Nicolas Anelka er enn og aftur orðaður við sölu frá Manchester City, en John Wardle, stjórnarformaður City, sagði á hluthafafundi félagsins í gær að félagið myndi hlusta á tilboð ef þau bærust. Wardle er greinilega orðinn þreyttur á endalausu tali Anelka við franska fjölmiðla þar sem hann talar um hversu mikið hann langi að spila með liði í Meistaradeildinni, en Liverpool og Barcelona hafa verið nefnd til sögunnar.

Sheva ekki til Chelsea

Umboðsmaður Andrei Shevchenko, Oscar Damiano, hló í dag af þeim sögusögnum að umboðsmaður hans væri á leið til Stamford Bridge, en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi Úkraínumannsins og hefur áður sagt að hann sé hann fullkomni sóknarmaður.

Ekkert jólateiti hjá Newcastle

Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur ákveðið að halda ekkert jólateiti í ár fyrir leikmenn sína. Newcastle hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sjö og sagði Souness að undir þessum kringumstæðum væri jólateiti ekki viðeigandi.

Sjá næstu 50 fréttir