Fékk rýtingsstungu í bakið frá KSÍ 17. desember 2004 00:01 Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er ósátt við vinnubrögð forystu KSÍ og landsliðsnefndar kvenna. Hún kvartar ekki yfir því að samningurinn við hana hafi ekki verið endurnýjaður en krefur þá sem koma að málinu um heiðarleg og fagmannleg vinnubrögð. „Ég var búin að hafa það á tilfinningunni nokkuð lengi að samingurinn yrði ekki endurnýjaður. Ég var búin að ganga á eftir svörum frá forystu sambandsins um framhaldið enda var ég ákveðin í því að halda áfram með liðið ef það væri gagnkvæmur vilji. Mér var hins vegar ekki svarað fyrr en fyrir rúmri viku og þá eftir að ég hafði í tvígang beðið um fund með Eggerti Magnússyni.“ „Ég var búin að hafa það á tilfinningunni nokkuð lengi að samingurinn yrði ekki endurnýjaður. Ég var búin að ganga á eftir svörum frá forystu sambandsins um framhaldið enda var ég ákveðin í því að halda áfram með liðið ef það væri gagnkvæmur vilji. Mér var hins vegar ekki svarað fyrr en fyrir rúmri viku og þá eftir að ég hafði í tvígang beðið um fund með Eggerti Magnússyni.“ Svona lýsir Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, samskiptum sínum við forystu KSÍ í aðdraganda þess að samningur hennar var ekki endurnýjaður. Helena segist í sjálfu sér ekki vera svekkt yfir því að hafa ekki fengið áframhaldandi samning en furðar sig á baknagi og óheiðarleika sem viðgengst hjá forystumönnum innan KSÍ. „Ég er alin upp við það að vera hrein og bein og segja mínar skoðanir umbúðalaust. Það virðist hins vegar ekki vera samskiptamáti sem tíðkast hjá KSÍ og það er ég ósátt við. Ég var dregin á asnaeyrunum fram á síðasta dag og það svíður. Fólk, sem kepptist við að lýsa yfir stuðningi við mig sýndi að það voru innantóm orð og mér líður eins og ég hafi fengið rýting í bakið frá KSÍ,“ sagði Helena sár og svekkt yfir framkomu KSÍ. Hún bendir á að allt önnur vinnubrögð hafi verið viðhöfð í nágrannalöndunum Danmörku og Noregi þar sem samningar hafi heldur ekki verið endurnýjaðir við þjálfarana. „Eggert hefur lýst því yfir að hann beri sig saman við hin Norðurlöndin hvað varðar árangur og vinnubrögð en það var þó ekki raunin í þessu máli. Það var ljóst fyrr á þessu ári og hvorki danski né norski þjálfarinn myndu halda áfram með sín lið. Þeim var tilkynnt það með góðum fyrirvara og allir gátu borið höfuðið hátt að lokum. Hér þurfti ég að grátbiðja um svör og fólk getur sjálft dæmt um hvor leiðin er fagmannlegri.“ Samþykkti ekki afsökunarbeiðnina Helena lenti upp kant við forystu KSÍ í sumar þegar hún gagnrýndi skiptingu verðlaunafjár í Landsbankadeildum karla og kvenna í Kastljósþætti daginn fyrir leik Íslands og Frakklands 2. júní. Helena var tekin á teppið af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra sambandsins, sem lásu henni lífsreglurnar. „Þeir kölluðu mig á fund rúmum þremur tímum fyrir landsleikinn gegn Frökkum og gerðu mér ljóst að svona framkoma yrði ekki liðin. Þeir afhentu mér afsökunarbeiðni frá mér og KSÍ sem ég átti að lesa upp í fjölmiðlum eftir leikinn ef ég fengi tækifæri til. Ég fékk aldrei tækifæri til þess enda tapaðist leikurinn og þá greip sambandið til þess ráðs að birta afsökunarbeiðnina á heimasíðu sinni að mér forspurði. Ég hafði aldrei samþykkt þessa afsökunarbeiðni enda var ég alls ekki að gagnrýna Landsbankann þegar ég talaði um misskiptingu verðlaunafjársins í deildunum. Það var allan tímann vitað að það var KSÍ sem réð ferðinni í þeim efnum. Landsbankinn hefur staðið frábærlega við bakið á knattspyrnunni og á allar þakkir skilið. Ég leit hins vegar á þetta þannig að það hefði skotið verulega skökku við ef ég hefði ekki sagt neitt í þessu máli. Ég er fulltrúi kvennaknattspyrnunnar, var í aðstöðu til að segja mína skoðun og gerði það. Ég sé ekki eftir neinu en það má kannski leiða að því líkum að ég væri í annarri stöðu í dag ef ég hefði þagað og verið þæg,“ sagði Helena og bætti við að fljótlega eftir þessa uppákomu hefði hún skynjað ákveðna kúvendingu í samkiptum hennar við forystuna. „Menn hættu að heilsa mér og nánast sniðgengu mig. Það sem ég gerði var þeim ekki að skapi og þeir létu mig svo sannarlega finna fyrir því.“ Meira í orði en á borði Aðspurð um áhuga Eggerts Magnússonar og félaga hans í forystu KSÍ á kvennaknattspyrnu sagði Helena að KSÍ gæfi sig út fyrir að hafa mikinn áhuga og vilja veg kvennaknattspyrnunnar sem mestan. „Það vantar í það minnsta ekki metnaðinn því Eggert hefur talað um að við eigum að vera á svipuðum stað og hinar Norðurlandaþjóðirnar, Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Þessar þjóðir eru meðal þeirra bestu í heiminum og um leið og ég fagna þessum metnaði þá spyr ég mig hvort þetta sé raunhæft. Það hefur ekkert verið gert til að bæta deildarkeppnina hér heima og ég vísa í góða grein hjá Víði Sigurðssyni í Morgunblaðinu þar sem hann fer yfir stöðu mála. Það hefur lengi verið kýjandi þörf að fjölga alvöru leikjum hjá bestu liðunum enda verður lítil framþróun ef hjakkað er í sama farinu. Það hefur hins vegar ekkert gerst í þessu og menn geta spurt sig hversu djúpt áhuginn ristir og hvort hann sé meira í orði en á borði. Ég hef reyndar ekki orðið vör við mikinn áhuga frá Eggerti og félögum en það er eitthvað sem þeir verða að svara sjálfir. Hann sá nokkra leiki með liðinu á þessu ári en það er ekki eins og hann hafi lifað hrærst í þessum heimi. Hann hefur sniðgengið mig síðan atvikið kom upp í sumar og heilsaði mér meðal annars ekki þegar ég mætti á hófið sem KSÍ hélt síðastliðinn mánudag þegar leikmenn ársins voru valdir. Hann tók stóran sveig til að forðast mig og það skyldi þó aldrei vera að hann hefði eitthvað á samviskunni. Hann hefur í það minnsta ekki dug til að heilsa mér,“ sagði Helena. Ingibjörg gróf undan mér Helena segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að samskiptum sínum við Ingibjörgu Hinriksdóttur, meðlim landsliðsnefndar kvenna og einu konuna í stjórn KSÍ. „Það segir sig sjálft að hún hefur ansi mikil völd þegar kemur að kvennaknattspyrnunni. Hún er eina konan í stjórn KSÍ og ég hélt að hún myndi styðja mig af heilindum. Hún var dugleg við að lýsa yfir stuðningi við mig á meðan baráttunni stóð en seinna frétti ég að hún hefði gengið á milli herbergja sama dag og síðasti leikurinn gegn Noregi fór fram og spurt þær stelpur, sem ekki voru í byrjunarliðinu hvort þær ætluðu virkilega að sætta sig við þetta. Það er ekki auðvelt að vinna í svona umhverfi og raun ótrúlegt að manneskja í þeirri stöðu sem hún var skuli haga sér á svona undirförulan hátt,“ sagði Helena sem íhugar jafnvel að hætta að þjálfa. „Ég stend á tímamótum og það getur vel verið að ég hætti að þjálfa – þetta er kannski orðið gott.“ Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er ósátt við vinnubrögð forystu KSÍ og landsliðsnefndar kvenna. Hún kvartar ekki yfir því að samningurinn við hana hafi ekki verið endurnýjaður en krefur þá sem koma að málinu um heiðarleg og fagmannleg vinnubrögð. „Ég var búin að hafa það á tilfinningunni nokkuð lengi að samingurinn yrði ekki endurnýjaður. Ég var búin að ganga á eftir svörum frá forystu sambandsins um framhaldið enda var ég ákveðin í því að halda áfram með liðið ef það væri gagnkvæmur vilji. Mér var hins vegar ekki svarað fyrr en fyrir rúmri viku og þá eftir að ég hafði í tvígang beðið um fund með Eggerti Magnússyni.“ „Ég var búin að hafa það á tilfinningunni nokkuð lengi að samingurinn yrði ekki endurnýjaður. Ég var búin að ganga á eftir svörum frá forystu sambandsins um framhaldið enda var ég ákveðin í því að halda áfram með liðið ef það væri gagnkvæmur vilji. Mér var hins vegar ekki svarað fyrr en fyrir rúmri viku og þá eftir að ég hafði í tvígang beðið um fund með Eggerti Magnússyni.“ Svona lýsir Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, samskiptum sínum við forystu KSÍ í aðdraganda þess að samningur hennar var ekki endurnýjaður. Helena segist í sjálfu sér ekki vera svekkt yfir því að hafa ekki fengið áframhaldandi samning en furðar sig á baknagi og óheiðarleika sem viðgengst hjá forystumönnum innan KSÍ. „Ég er alin upp við það að vera hrein og bein og segja mínar skoðanir umbúðalaust. Það virðist hins vegar ekki vera samskiptamáti sem tíðkast hjá KSÍ og það er ég ósátt við. Ég var dregin á asnaeyrunum fram á síðasta dag og það svíður. Fólk, sem kepptist við að lýsa yfir stuðningi við mig sýndi að það voru innantóm orð og mér líður eins og ég hafi fengið rýting í bakið frá KSÍ,“ sagði Helena sár og svekkt yfir framkomu KSÍ. Hún bendir á að allt önnur vinnubrögð hafi verið viðhöfð í nágrannalöndunum Danmörku og Noregi þar sem samningar hafi heldur ekki verið endurnýjaðir við þjálfarana. „Eggert hefur lýst því yfir að hann beri sig saman við hin Norðurlöndin hvað varðar árangur og vinnubrögð en það var þó ekki raunin í þessu máli. Það var ljóst fyrr á þessu ári og hvorki danski né norski þjálfarinn myndu halda áfram með sín lið. Þeim var tilkynnt það með góðum fyrirvara og allir gátu borið höfuðið hátt að lokum. Hér þurfti ég að grátbiðja um svör og fólk getur sjálft dæmt um hvor leiðin er fagmannlegri.“ Samþykkti ekki afsökunarbeiðnina Helena lenti upp kant við forystu KSÍ í sumar þegar hún gagnrýndi skiptingu verðlaunafjár í Landsbankadeildum karla og kvenna í Kastljósþætti daginn fyrir leik Íslands og Frakklands 2. júní. Helena var tekin á teppið af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra sambandsins, sem lásu henni lífsreglurnar. „Þeir kölluðu mig á fund rúmum þremur tímum fyrir landsleikinn gegn Frökkum og gerðu mér ljóst að svona framkoma yrði ekki liðin. Þeir afhentu mér afsökunarbeiðni frá mér og KSÍ sem ég átti að lesa upp í fjölmiðlum eftir leikinn ef ég fengi tækifæri til. Ég fékk aldrei tækifæri til þess enda tapaðist leikurinn og þá greip sambandið til þess ráðs að birta afsökunarbeiðnina á heimasíðu sinni að mér forspurði. Ég hafði aldrei samþykkt þessa afsökunarbeiðni enda var ég alls ekki að gagnrýna Landsbankann þegar ég talaði um misskiptingu verðlaunafjársins í deildunum. Það var allan tímann vitað að það var KSÍ sem réð ferðinni í þeim efnum. Landsbankinn hefur staðið frábærlega við bakið á knattspyrnunni og á allar þakkir skilið. Ég leit hins vegar á þetta þannig að það hefði skotið verulega skökku við ef ég hefði ekki sagt neitt í þessu máli. Ég er fulltrúi kvennaknattspyrnunnar, var í aðstöðu til að segja mína skoðun og gerði það. Ég sé ekki eftir neinu en það má kannski leiða að því líkum að ég væri í annarri stöðu í dag ef ég hefði þagað og verið þæg,“ sagði Helena og bætti við að fljótlega eftir þessa uppákomu hefði hún skynjað ákveðna kúvendingu í samkiptum hennar við forystuna. „Menn hættu að heilsa mér og nánast sniðgengu mig. Það sem ég gerði var þeim ekki að skapi og þeir létu mig svo sannarlega finna fyrir því.“ Meira í orði en á borði Aðspurð um áhuga Eggerts Magnússonar og félaga hans í forystu KSÍ á kvennaknattspyrnu sagði Helena að KSÍ gæfi sig út fyrir að hafa mikinn áhuga og vilja veg kvennaknattspyrnunnar sem mestan. „Það vantar í það minnsta ekki metnaðinn því Eggert hefur talað um að við eigum að vera á svipuðum stað og hinar Norðurlandaþjóðirnar, Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Þessar þjóðir eru meðal þeirra bestu í heiminum og um leið og ég fagna þessum metnaði þá spyr ég mig hvort þetta sé raunhæft. Það hefur ekkert verið gert til að bæta deildarkeppnina hér heima og ég vísa í góða grein hjá Víði Sigurðssyni í Morgunblaðinu þar sem hann fer yfir stöðu mála. Það hefur lengi verið kýjandi þörf að fjölga alvöru leikjum hjá bestu liðunum enda verður lítil framþróun ef hjakkað er í sama farinu. Það hefur hins vegar ekkert gerst í þessu og menn geta spurt sig hversu djúpt áhuginn ristir og hvort hann sé meira í orði en á borði. Ég hef reyndar ekki orðið vör við mikinn áhuga frá Eggerti og félögum en það er eitthvað sem þeir verða að svara sjálfir. Hann sá nokkra leiki með liðinu á þessu ári en það er ekki eins og hann hafi lifað hrærst í þessum heimi. Hann hefur sniðgengið mig síðan atvikið kom upp í sumar og heilsaði mér meðal annars ekki þegar ég mætti á hófið sem KSÍ hélt síðastliðinn mánudag þegar leikmenn ársins voru valdir. Hann tók stóran sveig til að forðast mig og það skyldi þó aldrei vera að hann hefði eitthvað á samviskunni. Hann hefur í það minnsta ekki dug til að heilsa mér,“ sagði Helena. Ingibjörg gróf undan mér Helena segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að samskiptum sínum við Ingibjörgu Hinriksdóttur, meðlim landsliðsnefndar kvenna og einu konuna í stjórn KSÍ. „Það segir sig sjálft að hún hefur ansi mikil völd þegar kemur að kvennaknattspyrnunni. Hún er eina konan í stjórn KSÍ og ég hélt að hún myndi styðja mig af heilindum. Hún var dugleg við að lýsa yfir stuðningi við mig á meðan baráttunni stóð en seinna frétti ég að hún hefði gengið á milli herbergja sama dag og síðasti leikurinn gegn Noregi fór fram og spurt þær stelpur, sem ekki voru í byrjunarliðinu hvort þær ætluðu virkilega að sætta sig við þetta. Það er ekki auðvelt að vinna í svona umhverfi og raun ótrúlegt að manneskja í þeirri stöðu sem hún var skuli haga sér á svona undirförulan hátt,“ sagði Helena sem íhugar jafnvel að hætta að þjálfa. „Ég stend á tímamótum og það getur vel verið að ég hætti að þjálfa – þetta er kannski orðið gott.“
Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira