Sport

Man Utd sigraði Crystal Palace

Manchester United vann í dag góðan sigur á Crystal Palace í ensku úrvaldsdeildinni, en leikið var á Old Trafford. Paul Scholes skoraði fyrsta markið á 22. mínútu, en Danny Granville jafnaði fimm mínútum síðar. Alan Smith kom United aftur yfir tíu  mínútum fyrir hálfleik, en Finninn Joonas Kolkka jafnaði á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Það voru ekki nema þrjár mínútur liðnar af síðari hálfleik er United var komið yfir aftur, en þá skoraði varnarmaðurinn Emmerson Boyce sjálfsmark, og aðeins mínútu síðar skoraði Paul Scholes aftur og staðan því orðin 4-2. Það var síðan Írinn ungi, John OShea sem innsiglaði 5-2 stórsigur Man Utd á Crystal Palace í dag með marki á loka mínútunni. Með sigrinum er United komið með 34 stig í fjórða sæti, stigi minna en Arsenal sem á morgun spilar gegn Portsmouth.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×