Sport

Liverpool of góðir fyrir Newcastle

Liverpool komst í 6. sæti ensku úrvaldseldarinnar í knattspyrnu þegar liðið vann sanngjarnan sigur á Newcastle, 3-1 á Anfield. Gestirnir komust þó yfir gegn gangi leiksins á 32. mínútu þegar Patrick Kluivert skoraði en Titus Bramble jafnaði 3 mínútum síðar með sjálfsmarki áður en Neil Mellor og Milan Baros bættu tveimur mörkum við á 38. og 61. mínútu. Lee Bowyer var rekinn af velli með rauða spjaldið á 77. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald og lék Newcastle því manni færri síðustu 15 mínúturnar. Newcastle er í 13. sæti deildarinnar með 21 stig sem er þó ekki nema fórum stigum frá 6. sæti sem Liverpool vermir nú. Portsmouth tekur á móti Arsenal í dag kl. 16.05.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×