Sport

Chelsea í 6 stiga forystu

Chelsea jók í dag forystu sína á toppi ensku úrvaldeildarinnar í knattspyrnu í 6 stig eftir 4-0 sigur á Norwich. Á sama tíma gerði næst efsta liðið í deildinni, Everton, markalaust jafntefli við Blackburn. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í síðari hálfleik. Damien Duff (10), Frank Lampard (34), Arjen Robben (44) og Didier Drogba (83) skoruðu mörk Chelsea. Tottenham rúllaði upp Southampton 5-1 og rauf þar með 5 leikja taphrinu sína. Man Utd tekur á móti Crystal Palace kl. 17:15.   Blackburn 0 - 0 Everton  Bolton 0 - 1 Man City  Chelsea 4 - 0 Norwich  Middlesbrough 3 - 0 Aston Villa  Tottenham 5 - 1 Southampton     Birmingham 4 - 0 West Brom Man Utd  17.15  Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×