Sport

Savage má fara, segir Steve Bruce

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, ætlar ekki að standa í vegi fyrir Rob Savage ef hann ákveður að segja skilið við félagið. Bruce fullyrðir að áhangendur liðsins séu búnir að fá sig fullsadda af Savage. "Það er enginn tilgangur með því að vera með mann í liðinu sem er með hjartað sitt á öðrum stað," sagði Bruce. "Robbie verður að ákveða hvað hann vill gera." Robbie Savage er með fjögurra ára samning við Birmingham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×