Sport

Sörenstam kona ársins

Kylfingurinn Annika Sörenstam hlaut nafnbótina Íþróttakona ársins af bandarískum samtökum sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni þáttöku kvenna í íþróttum. Er hún vel að nafnbótinni komin, enda hefur árið verið henni gott sem sést hvað best á því að hún braut nýlega í fyrsta sinn tveggja milljóna króna múrinn fyrir það verðlaunafé sem henni hefur áskotnast á árinu. Fyrir utan verðlaunaféð tryggði hún sér stað í sögubókum bandarísku kvennamótaraðarinnar þegar hún komst í hóp örfárra kylfinga sem unnið hafa fimm mót eða fleiri fjögur ár í röð. Einnig þarf að minnast þátttöku hennar á karlamótaröðinni þegar hún varð fyrsti kvenkylfingurinn til að takast á við karlana. Reið hún ekki feitum hesti frá þeim viðureignum en stóð sig ekki illa og sýndi að kvenfólkið getur þegar best lætur velgt körlunum undir uggum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×