Sport

Býður aftur í United

Bandaríski milljarðamæringurinn, Malcolm Glazer, hefur að sögn gert annað tilboð í ráðandi hlut enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Fyrra tilboði hans, upp á 800 milljónir punda, var hafnað fyrr í vetur á þeirri forsendu að of stór hluti fjármagnsins væri lánsfé og ekki væri hyggilegt að setja félagið í þá vafasömu fjárhagsstöðu sem því hefði fylgt. Glazer, sem meðal annars á ameríska ruðningsliðið Tampa Bay Buccaneers, hefur nú boðið sömu upphæð í enska liðið, en mun stærri hluti tilboðsins að þessu sinni er reiðufé. Engin tíðindi hafa borist af viðbrögðum úr herbúðum Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×