Sport

Knauss fellur á lyfjaprófi

Austurríski skíðamaðurinn Hans Knauss féll á lyfjaprófi sem hann var sendur í eftir Heimsbikarmót í Lake Louise í Kanada í síðasta mánuði, en í honum greindist steralyfið Nandrolone. Austurríska skíðasambandinu var greint frá niðurstöðunum á miðvikudaginn af alþjóða skíðasambandinu, og sendu þeir strax eftir Knauss, flugu með hann til Vín þar sem þeir sendu hann í sitt eigið lyfjapróf sem reyndist neikvætt, en frá þessu greindi Robert Brunner, stjórnarformaður austuríska liðsins. Brunner sagði að liðið myndi fara fram á B-próf hjá alþjóða skíðasambandinu og er líklegt að það fari fram innan tíu daga. Knauss, sem er 33 ára, á að baki sjö heimsbikarsigra á fjórtán ára ferli sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×