Sport

Bjarni kom inn á hjá Plymouth

Bjarni Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í lið Plymouth í ensku Cahampionship deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði fyrir Derby á heimavelli, 0-2. Bjarni gekk sem kunnugt er í raðir liðsins eftir að hafa rift samningi sínum við Coventry í gær föstudag. Ívar Ingimarsson lék að venju allan leikinn með Reading sem sigraði QPR 1-0 og þeir Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku einnig allan leikinn með Watford sem tapaði fyrir Coventry 1-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×