Sport

Engin kaup í janúar hjá Mourinho

Jose Mourinho, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnuliðsins Chelsea, segist ekki ætla að nýta janúargluggann til leikmannakaupa. Talsmenn spænska liðsins Real Betis segja hins vegar að bláu eyðsluseggirnir hafi þegar reynt að kaupa vængmanninn Joaquin, en þeir hafa einnig verið orðaðir við leikmenn á borð við Steven Gerrard, Andrei Shevchenko og Jermain Defoe. Mourinho sagði hins vegar í dag: "Ég ætla ekki að kaupa neina leikmenn þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar. Ég vil bara halda mínum mönnum og forðast meiðsli." Mourinho viðurkenndi þó að það væru margir leikmenn um heim allan sem hann hefði mikið álit á, en hann hefði bara einfaldlega ekki pláss fyrir þá í liði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×