Sport

Bjarni til Plymouth

Bjarni Guðjónsson, leikmaður Coventry, hefur gert samning við keppinautana hjá Plymouth Argyle. Bjarni, sem er 25 ára, skrifaði undir samning um að leika næstu átján mánuði með Plymouth eftir að Coventry og hann komust að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans hjá liðinu. Bjarni leikur strax á laugardag með Plymouth þegar liðið mætir Derby í heimaleik. Bobby Williamsson, knattspyrnustjóri Plymouth Argyle, segist lengi hafa fylgst með Bjarna, sérstaklega þegar hann hafi leikið með Stoke. Hann segir hann góðan knattspyrnumann sem án efa eigi eftir að hjálpa liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×