Sport

SR og SA jöfn að stigum

Skautafélag Akureyrar sigraði Skautafélag Reykjavíkur um helgina, 6-5, í spennandi leik á Akureyri. Með sigrinum komust Akureyringarnir upp að hlið SR á toppi meistaraflokks karla með ellefu stig en SR á þó einn leik til góða. Íshokkífélag Narfa frá Hrísey hefur komið á óvart með góðu gengi og er sem stendur í þriðja sæti með tíu stig en Björninn úr Grafarvogi rekur lestina með fjögur stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×