Fleiri fréttir Stúdínur í úrslit ÍS vann í dag Hauka í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í körfuknattleik. Lokatölur urðu 77-70 eftir að Haukar höfðu leitt í hálfleik, 37-26. Þá fóru stúdínur í gang og unnu 3. leikhluta með 9 stigum og þann 4. með 7 stigum. ÍS mætir að öllum líkindum Keflavík í úrslitum en þær síðarnefndu eru að rúlla Grindvíkingum upp í síðari leik dagsins. 20.11.2004 00:01 Yfirburðasigur Keflvíkinga Keflavík vann yfirburðarsigur á grönnum sínum í Grindavík í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í dag, 83-41, eftir að hafa verið 38-14 yfir í hálfleik. Ljóst var strax í byrjun hvert stefndi og höfðu stúlkurnar frá Keflavík yfirburði á öllum sviðum og voru 25-4 yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflavík mætir ÍS í úrslitum á morgun. 20.11.2004 00:01 NBA-samfélagið í sárum Forráðamenn NBA-deildarinnar, leikmenn, aðstendur liða og síðast en ekki síst áhangendur deildarinnar eru enn að jafna sig eftir slagsmálin sem áttu sér stað í leik Detroit Pistons og Indiana Pacers í nótt. Slagsmálin voru sérstök að því leyti að nokkrir leikmenn Pacers, með Ron Artest í fararbroddi, tóku sig til og réðust á áhorfendur. 20.11.2004 00:01 Boro yfir gegn Liverpool Middlesbrough hefur eins marks forystu í hálfeik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Boro hefur verið betri aðilinn í fyrri háfleik en mark þeirra skoraði varnarmaðurinn Chris Riggott á 36. mínútu eftir fyrirgjöf Stuarts Downing. Markalaust er í leik Arsenal og W.B.A. en Chelsea er marki yfir gegn Bolton. Damien Duff skoraði strax á 1. mínútu. 20.11.2004 00:01 Ísland vann Króatíu Íslendingar unnu Króta í dag á heimsbikarmótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð. Lokatölur urðu 31-30 eftir að Króatar höfðu leitt í hálfleik, 18-16. Róbert Gunnarsson var enn og aftur atkvæðamestur í íslenska liðinu, skoraði 6 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk. Ísland mætir Slóveníu í leik um 5. sæti á morgun. 20.11.2004 00:01 Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik gegn Njarðvík í úrslitaleik Hópbílabikars karla í körfuknattleik. Staðan er 48-37 en Snæfellingar leiddu 27-22 eftir fyrsta leikhluta. 20.11.2004 00:01 Fyrsti sigur Norwich Norwich City vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði Southampton af velli með tveimur mörkum gegn einu. Damien Francis var hetja Norwich en hann skoraði bæði mörk liðsins eftir að James Beattie hafði komið Southamptin yfir. Arsenal og W.B.A. skildu jöfn, 1-1, og Middlesbrough vann verðskuldaðan sigur á slöku liði Liverpool, 2-0. 20.11.2004 00:01 Bayern á toppinn Bayern Munchen komst á topp þýsku bundesligunnar í dag með öruggum sigri á Kaiserslautern á heimavelli. Gestirnir komust þó reyndar yfir með marki frá Thomas Riedl snemma leiks en Claudio Pizarro, Torsten Frings og varamaðurinn Paulo Guerrero tryggðu Munchen sigur. Schalke vann góðan útisigur á Leverkusen með mörkum Ebbe Sand, Ailton og Lincoln. 20.11.2004 00:01 Bolton náði jafntefli á brúnni Bolton gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn meistaraefnunum í Chelsea á heimavelli þeirra síðarnefndu í dag. Túnisbúinn Rahdi Jaidi jafnaði fyrir Bolton þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Chelsea missti niður tveggja marka forskot í leiknum. Chelsea er þó enn á toppi deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Arsenal. 20.11.2004 00:01 Snæfell Hópbílabikarmeistari Snæfellingar unnu í dag sinn fyrsta stóra titil í körfubolta þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í úrslitaleik Hópbílabikars karla, 84-79. Snæfellingar höfðu forystu stóran hluta leiksins, voru yfir í hálfleik, 48-37, og höfðu einnig 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta. 20.11.2004 00:01 FH sækir Keflavík heim Dregið hefur verið í töfluröð fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu á næsta ári. Dregið var í Landsbankadeild karla og kvenna ásamt 1. og 2. deild karla og má sjá dráttinn á <em>ksi.is.</em> Íslandsmeistarar FH sækja Keflavík heim í fyrstu umferð en stórleikur umferðarinnar er þó tvímælalaust leikur Fylkis og KR. 20.11.2004 00:01 Landsliðshópurinn valinn Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær landsliðshóp sem tekur þátt í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins í Póllandi á sunnudag. Einn nýliði er í hópnum, Kristín Clausen úr Stjörnunni. 19.11.2004 00:01 Bikarkeppnin í sundi í kvöld Bikarkeppni Sundsambands Íslands hefst í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur. Keppni fer fram í 1. og 2. deild. Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem hvert lið má senda tvo keppendur í hverja grein og hver sundmaður má að hámarki synda þrjár greinar. 19.11.2004 00:01 Tiger með þriggja högga forystu Tiger Woods er enn með þriggja högga forystu á Dunlop Phoenix mótinu í Miyazaki í Japan. Tiger lék á 67 höggum, þremur undir pari, og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Kaname Yokoo frá Japan er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Tiger. Daninn Thomas Björn er í 32. sæti en hann vann mótið í fyrra. 19.11.2004 00:01 3 lönd jöfn á heimsbikarmótinu England, Austurríki og Írland eru efst og jöfn á heimsbikarmótinu í golfi sem fram fer í Sevilla á Spáni. Tveir kylfingar leika saman frá 23 löndum. Spánn og Japan koma næst á tíu höggum undir pari en annar hringur af fjórum er nýhafinn. 19.11.2004 00:01 76ers með sex stig í 1. leikhluta San Antonio Spurs lagði Philadelphia 76ers 88-80 í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Tim Duncan skoraði 34 stig fyrir San Antonio og Allen Iverson skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. 76ers skoraði aðeins sex stig í fyrsta leikhluta sem er met. 19.11.2004 00:01 Tveir leikir í Norðurriðli í kvöld Fram mætir Aftureldingu og FH tekur á móti Þór í Norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. 19.11.2004 00:01 Einvígi eins og þau gerast best "Öll pressan er á liði Barcelona fyrir þennan leik sérstaklega þar sem félagið hefur ekki unnið titil um árabil," lét framherji Real Madrid, Ronaldo, hafa eftir sér fyrir stórleik liðanna í kvöld. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í landinu og þúsundir aðdáenda víða um heim sitja sem fastast meðan leikurinn stendur yfir. 19.11.2004 00:01 Sleipar á svellinu "Það kemur einfaldlega ekki til mála að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi og því munum við vinna þennan leik í kvöld," segir fyrirliði Skautafélags Akureyrar, Birna Baldursdóttir, kjarnyrt fyrir leikinn í kvöld. Norðanstelpurnar hafa nánast verið með Íslandsmeistaratitilinn í áskrift undanfarin ár. 19.11.2004 00:01 Kvennalandsliðið til Póllands Íslenska kvennlandsliðið í handknattleik er á leið til Kielce í Póllandi þar sem þær taka þátt í undankeppni HM 23.-28. nóvember. Það verður ekki auðvelt verk fyrir stúlkurnar að tryggja sér sæti á HM því riðillinn sem þær spila í er geysisterkur. Ásamt liði heimamanna eru í riðlinum Tyrkir, Slóvakía, Makedónía og Litháen. 19.11.2004 00:01 Áhugi frá Skotlandi og Skandinavíu Það er fátt sem bendir til þess að Þórarinn Kristjánsson leiki með Keflavík á næstu leiktíð. Hann hafnaði samningstilboði frá þeim í gær og er á förum til liða í Skotlandi og Skandinavíu á næstunni. 19.11.2004 00:01 Stórleikir í Hópbílabikarnum Undanúrslitin í Hópbílarbikar kvenna í körfuknattleik fer fram í Laugardalshöll í dag. Fyrst mætast ÍS og Haukar en í seinni leiknum munu Grindvíkingar keppa við Keflavík. 19.11.2004 00:01 Verðum að halda einbeitingunni Undanúrslitin í Hópbílabikarnum í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Í fyrri leiknum mætast Snæfell og Grindavík en í þeim síðari eigast við erkifjendurnir frægu í Njarðvík og Keflavík. 19.11.2004 00:01 Iordanescu segir af sér Anghel Iordanescu hefur sagt af sér sem langsliðsþjálfari Rúmeníu í knattspyrnu. Iordanescu, sem stýrði Rúmenum í átta liða úrslit á HM 1994, tilkynnti afsögn sína í kjölfar 1-1 jafnteflis við Armeníu á miðvikudaginn. Iordanescu, sem tók við Rúmenum í annað skipti árið 2002 en náði ekki að koma þeim á EM 2004, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að eyða of miklum tíma í pólitík, en hann er vel virkur á því sviði. Hann skrifaði undir nýjan samning í september, en eftir að lélegan árangur undanfarið hefur rúmenska knattspyrnusambandið þrýst á hann að segja af sér. 19.11.2004 00:01 Hálfleikstölur í handboltanum Í kvöld fara fram fram tveir leikir í norðurriðli 1. deildar karla í handknattleik. Í hálfleik er staðan Fram 15-8 Afturelding og FH 11-13 Þór A. 19.11.2004 00:01 Þórður Þórðarson framlengir hjá ÍA Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna í knattspyrnu, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta hljóta að teljast gríðarlega góð tíðindi fyrir Skagamenn en Þórður spilaði alla leiki liðsins í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins. 19.11.2004 00:01 Snæfell spilar til úrslita Fyrri undanúrslitaleik Hópbílabikarsins í körfubolta lauk nú rétt í þessu er Snæfell frá Stykkilshólmi sigraði Grindavík 82-75 í Laugardagshöll. Desmond Peoples var atkvæðamestur fyrir Snæfell í kvöld með 18 stig og Pierri Green setti 17. Hjá Grindavík átti Þorleifur Ólafsson góðan dag og setti niður 29 stig og Darrel Lewis skoraði 21. Nú er nýbyrjaður leikur Njarðvíkur og keflavíkur en sigurliðið úr þeim leik spilar við Snæfell í úrslitum Í Laugardagshöll á morgun. 19.11.2004 00:01 Úrslit úr handboltanum Fram vann stórsigur á Aftureldingu í Norðurriðli 1. deildar karla í handknattleik í kvöld, lokatölur urðu 40-28. Í hinum leik kvöldsins sigraði Þór A. FH 29-26 í Krikanum 19.11.2004 00:01 Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar leiða í hálfleik 41-39 gegn Njarðvík í seinni undanúrslitaleik Hópbílabikarsins í körfuknattleik. Anthony Glover hefur farið mikinn fyrir Keflvíkinga í hálfleiknum og sett niður 21 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Hjá Njarðvíkingum er nýji maðurinn, Anthony Lackey, stigahæstur með 12 stig. 19.11.2004 00:01 Njarðvík í úrslit Það verða Njarðvíkingar sem mæta Snæfelli í úrslitaleik Hópbílabikarsins í Laugardagshöll á morgun en þeir sigruðu Keflavík nú rétt í þessu 84-78. 19.11.2004 00:01 Vince Carter til Portland? Það þurfti ekki meira en fjóra tapleiki í röð til að orðrómur færi af stað um Vince Carter hjá Toronto Raptors í NBA-körfuboltanum. 19.11.2004 00:01 Spurs vann fimmta í röð Tim Duncan fór fyrir sínum mönnum þegar San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni. 19.11.2004 00:01 Spánverjar biðjast afsökunar Enska knattspyrnusambandinu barst í gær afsökunarbeiðni frá spænska knattspyrnusambandinu eftir að spænskir áhorfendur höfðu kallað ókvæðisorð að leikmönnum enska landsliðsins í vináttuleik sem fram fór í Madríd á miðvikudaginn var. 19.11.2004 00:01 Hægt að kjósa í NBA-Stjörnuleikinn Opnað hefur verið fyrir kosningu í Stjörnuleik NBA-körfuboltans sem fram fer í Denver 20. febrúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01 Roddick vann Safin Andy Roddick bar sigurorð af Marat Safin í annarri umferð ATP Masters Cup tennismótsins í fyrrakvöld. 19.11.2004 00:01 Thorpe sleppir heimsmeistaramótinu Sundkappinn Ian Thorpe íhugar að sleppa næstu heimsmeistarakeppni til að halda einbeitingunni að Ólympíuleikunum í Peking 2008. 19.11.2004 00:01 Lið Grants Hill að gera góða hluti Grant Hill og félagar hans í Orlando Magic, eru að gera góða hluti í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. Magic vann hið fríska lið Utah Jazz, 107-92, sem hafði aðeins tapað einum leik í deildinni og unnið sex af síðustu sjö leikjum. 18.11.2004 00:01 Vörnin í molum Íslenska handboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Þjóðverjum á World Cup er þeir mættu Frökkum á miðvikudag. Frakkar voru mikið mun sterkari frá upphafi og unnu stórsigur, 38-29. 18.11.2004 00:01 Slegist um Guðjón Guðjón Þórðarson mun geta valið úr tilboðum á Íslandi komi hann heim þar sem Keflvíkingar hafa ákveðið að berjast við granna sína frá Grindavík um þjónustu Guðjóns. 18.11.2004 00:01 Ísland að sökkva Ungverjum Íslenska landsliðið í handbolta er yfir í leikhléi 18-12 gegn Ungverjum á World Cup mótinu sem fram fer í Svíþjóð. Liðið náði mest fimm marka mun um miðjan fyrri hálfleik en Ungverjar minnkuðu muninn þegar líða fór að hálfleik. 18.11.2004 00:01 Góður sigur á Ungverjum Íslenska landsliðið í handbolta spilaði einn sinn besta leik um langa hríð þegar liðið bar sigurorð af Ungverjum í þriðja leik liðsins á World Cup í Svíþjóð. Lokatölur urður 33-29 Íslandi í vil en munurinn á liðunum var lengstum leiks meiri. 18.11.2004 00:01 Shevchenko á stórmót Serbía-Montenegro vann góðan sigur 0-2 á Belgum í Brussel, sigurinn kom þeim á toppinn í riðlinum og rændi Belga nánast öllum möguleikum um að komast áfram. Seinna markið skoraði Mateja Kezman sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir fyrirliðann Savo Milosevic sem meiddist í fyrri hálfleik. 18.11.2004 00:01 Verðum að halda einbeitingunni Undanúrslitin í Hópbílabikarnum í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Í fyrri leiknum mætast Snæfell og Grindavík en í þeim síðari eigast við erkifjendurnir frægu í Njarðvík og Keflavík. 18.11.2004 00:01 Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa forystu í hálfleik gegn danska liðinu Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik, 43-41. Keflvíkingar leiddu 27-14 eftir fyrsta leikhluta og mest 34-22 en Danirnir komu sterkir til baka undir lok fyrri hálfleiks. Gunnar Einarsson hefur skorað 17 stig, þar af 14 í fyrsta leikhluta, og Nick Bradford 14 fyrir Keflvíkinga. 18.11.2004 00:01 Írland og Austurríki í forystu Írarnir Padraig Harrington og Paul McGinley, lykilmenn í sigurliði Evrópumanna í Ryder Cup, er efstir eftir fyrsta keppnisdaga á síðasta heimsmeistaramóti ársins í golfi. Þeir félagar léku á samtals 12 höggum undir pari í dag, eins og lið Austurríkis sem þeir Martin Wiegele og Markus Brier skipa. 18.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stúdínur í úrslit ÍS vann í dag Hauka í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í körfuknattleik. Lokatölur urðu 77-70 eftir að Haukar höfðu leitt í hálfleik, 37-26. Þá fóru stúdínur í gang og unnu 3. leikhluta með 9 stigum og þann 4. með 7 stigum. ÍS mætir að öllum líkindum Keflavík í úrslitum en þær síðarnefndu eru að rúlla Grindvíkingum upp í síðari leik dagsins. 20.11.2004 00:01
Yfirburðasigur Keflvíkinga Keflavík vann yfirburðarsigur á grönnum sínum í Grindavík í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í dag, 83-41, eftir að hafa verið 38-14 yfir í hálfleik. Ljóst var strax í byrjun hvert stefndi og höfðu stúlkurnar frá Keflavík yfirburði á öllum sviðum og voru 25-4 yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflavík mætir ÍS í úrslitum á morgun. 20.11.2004 00:01
NBA-samfélagið í sárum Forráðamenn NBA-deildarinnar, leikmenn, aðstendur liða og síðast en ekki síst áhangendur deildarinnar eru enn að jafna sig eftir slagsmálin sem áttu sér stað í leik Detroit Pistons og Indiana Pacers í nótt. Slagsmálin voru sérstök að því leyti að nokkrir leikmenn Pacers, með Ron Artest í fararbroddi, tóku sig til og réðust á áhorfendur. 20.11.2004 00:01
Boro yfir gegn Liverpool Middlesbrough hefur eins marks forystu í hálfeik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Boro hefur verið betri aðilinn í fyrri háfleik en mark þeirra skoraði varnarmaðurinn Chris Riggott á 36. mínútu eftir fyrirgjöf Stuarts Downing. Markalaust er í leik Arsenal og W.B.A. en Chelsea er marki yfir gegn Bolton. Damien Duff skoraði strax á 1. mínútu. 20.11.2004 00:01
Ísland vann Króatíu Íslendingar unnu Króta í dag á heimsbikarmótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð. Lokatölur urðu 31-30 eftir að Króatar höfðu leitt í hálfleik, 18-16. Róbert Gunnarsson var enn og aftur atkvæðamestur í íslenska liðinu, skoraði 6 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk. Ísland mætir Slóveníu í leik um 5. sæti á morgun. 20.11.2004 00:01
Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik gegn Njarðvík í úrslitaleik Hópbílabikars karla í körfuknattleik. Staðan er 48-37 en Snæfellingar leiddu 27-22 eftir fyrsta leikhluta. 20.11.2004 00:01
Fyrsti sigur Norwich Norwich City vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði Southampton af velli með tveimur mörkum gegn einu. Damien Francis var hetja Norwich en hann skoraði bæði mörk liðsins eftir að James Beattie hafði komið Southamptin yfir. Arsenal og W.B.A. skildu jöfn, 1-1, og Middlesbrough vann verðskuldaðan sigur á slöku liði Liverpool, 2-0. 20.11.2004 00:01
Bayern á toppinn Bayern Munchen komst á topp þýsku bundesligunnar í dag með öruggum sigri á Kaiserslautern á heimavelli. Gestirnir komust þó reyndar yfir með marki frá Thomas Riedl snemma leiks en Claudio Pizarro, Torsten Frings og varamaðurinn Paulo Guerrero tryggðu Munchen sigur. Schalke vann góðan útisigur á Leverkusen með mörkum Ebbe Sand, Ailton og Lincoln. 20.11.2004 00:01
Bolton náði jafntefli á brúnni Bolton gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn meistaraefnunum í Chelsea á heimavelli þeirra síðarnefndu í dag. Túnisbúinn Rahdi Jaidi jafnaði fyrir Bolton þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Chelsea missti niður tveggja marka forskot í leiknum. Chelsea er þó enn á toppi deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Arsenal. 20.11.2004 00:01
Snæfell Hópbílabikarmeistari Snæfellingar unnu í dag sinn fyrsta stóra titil í körfubolta þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í úrslitaleik Hópbílabikars karla, 84-79. Snæfellingar höfðu forystu stóran hluta leiksins, voru yfir í hálfleik, 48-37, og höfðu einnig 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta. 20.11.2004 00:01
FH sækir Keflavík heim Dregið hefur verið í töfluröð fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu á næsta ári. Dregið var í Landsbankadeild karla og kvenna ásamt 1. og 2. deild karla og má sjá dráttinn á <em>ksi.is.</em> Íslandsmeistarar FH sækja Keflavík heim í fyrstu umferð en stórleikur umferðarinnar er þó tvímælalaust leikur Fylkis og KR. 20.11.2004 00:01
Landsliðshópurinn valinn Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær landsliðshóp sem tekur þátt í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins í Póllandi á sunnudag. Einn nýliði er í hópnum, Kristín Clausen úr Stjörnunni. 19.11.2004 00:01
Bikarkeppnin í sundi í kvöld Bikarkeppni Sundsambands Íslands hefst í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur. Keppni fer fram í 1. og 2. deild. Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem hvert lið má senda tvo keppendur í hverja grein og hver sundmaður má að hámarki synda þrjár greinar. 19.11.2004 00:01
Tiger með þriggja högga forystu Tiger Woods er enn með þriggja högga forystu á Dunlop Phoenix mótinu í Miyazaki í Japan. Tiger lék á 67 höggum, þremur undir pari, og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Kaname Yokoo frá Japan er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Tiger. Daninn Thomas Björn er í 32. sæti en hann vann mótið í fyrra. 19.11.2004 00:01
3 lönd jöfn á heimsbikarmótinu England, Austurríki og Írland eru efst og jöfn á heimsbikarmótinu í golfi sem fram fer í Sevilla á Spáni. Tveir kylfingar leika saman frá 23 löndum. Spánn og Japan koma næst á tíu höggum undir pari en annar hringur af fjórum er nýhafinn. 19.11.2004 00:01
76ers með sex stig í 1. leikhluta San Antonio Spurs lagði Philadelphia 76ers 88-80 í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Tim Duncan skoraði 34 stig fyrir San Antonio og Allen Iverson skoraði 24 stig fyrir Philadelphia. 76ers skoraði aðeins sex stig í fyrsta leikhluta sem er met. 19.11.2004 00:01
Tveir leikir í Norðurriðli í kvöld Fram mætir Aftureldingu og FH tekur á móti Þór í Norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. 19.11.2004 00:01
Einvígi eins og þau gerast best "Öll pressan er á liði Barcelona fyrir þennan leik sérstaklega þar sem félagið hefur ekki unnið titil um árabil," lét framherji Real Madrid, Ronaldo, hafa eftir sér fyrir stórleik liðanna í kvöld. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í landinu og þúsundir aðdáenda víða um heim sitja sem fastast meðan leikurinn stendur yfir. 19.11.2004 00:01
Sleipar á svellinu "Það kemur einfaldlega ekki til mála að láta Íslandsmeistaratitilinn af hendi og því munum við vinna þennan leik í kvöld," segir fyrirliði Skautafélags Akureyrar, Birna Baldursdóttir, kjarnyrt fyrir leikinn í kvöld. Norðanstelpurnar hafa nánast verið með Íslandsmeistaratitilinn í áskrift undanfarin ár. 19.11.2004 00:01
Kvennalandsliðið til Póllands Íslenska kvennlandsliðið í handknattleik er á leið til Kielce í Póllandi þar sem þær taka þátt í undankeppni HM 23.-28. nóvember. Það verður ekki auðvelt verk fyrir stúlkurnar að tryggja sér sæti á HM því riðillinn sem þær spila í er geysisterkur. Ásamt liði heimamanna eru í riðlinum Tyrkir, Slóvakía, Makedónía og Litháen. 19.11.2004 00:01
Áhugi frá Skotlandi og Skandinavíu Það er fátt sem bendir til þess að Þórarinn Kristjánsson leiki með Keflavík á næstu leiktíð. Hann hafnaði samningstilboði frá þeim í gær og er á förum til liða í Skotlandi og Skandinavíu á næstunni. 19.11.2004 00:01
Stórleikir í Hópbílabikarnum Undanúrslitin í Hópbílarbikar kvenna í körfuknattleik fer fram í Laugardalshöll í dag. Fyrst mætast ÍS og Haukar en í seinni leiknum munu Grindvíkingar keppa við Keflavík. 19.11.2004 00:01
Verðum að halda einbeitingunni Undanúrslitin í Hópbílabikarnum í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Í fyrri leiknum mætast Snæfell og Grindavík en í þeim síðari eigast við erkifjendurnir frægu í Njarðvík og Keflavík. 19.11.2004 00:01
Iordanescu segir af sér Anghel Iordanescu hefur sagt af sér sem langsliðsþjálfari Rúmeníu í knattspyrnu. Iordanescu, sem stýrði Rúmenum í átta liða úrslit á HM 1994, tilkynnti afsögn sína í kjölfar 1-1 jafnteflis við Armeníu á miðvikudaginn. Iordanescu, sem tók við Rúmenum í annað skipti árið 2002 en náði ekki að koma þeim á EM 2004, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að eyða of miklum tíma í pólitík, en hann er vel virkur á því sviði. Hann skrifaði undir nýjan samning í september, en eftir að lélegan árangur undanfarið hefur rúmenska knattspyrnusambandið þrýst á hann að segja af sér. 19.11.2004 00:01
Hálfleikstölur í handboltanum Í kvöld fara fram fram tveir leikir í norðurriðli 1. deildar karla í handknattleik. Í hálfleik er staðan Fram 15-8 Afturelding og FH 11-13 Þór A. 19.11.2004 00:01
Þórður Þórðarson framlengir hjá ÍA Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna í knattspyrnu, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta hljóta að teljast gríðarlega góð tíðindi fyrir Skagamenn en Þórður spilaði alla leiki liðsins í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins. 19.11.2004 00:01
Snæfell spilar til úrslita Fyrri undanúrslitaleik Hópbílabikarsins í körfubolta lauk nú rétt í þessu er Snæfell frá Stykkilshólmi sigraði Grindavík 82-75 í Laugardagshöll. Desmond Peoples var atkvæðamestur fyrir Snæfell í kvöld með 18 stig og Pierri Green setti 17. Hjá Grindavík átti Þorleifur Ólafsson góðan dag og setti niður 29 stig og Darrel Lewis skoraði 21. Nú er nýbyrjaður leikur Njarðvíkur og keflavíkur en sigurliðið úr þeim leik spilar við Snæfell í úrslitum Í Laugardagshöll á morgun. 19.11.2004 00:01
Úrslit úr handboltanum Fram vann stórsigur á Aftureldingu í Norðurriðli 1. deildar karla í handknattleik í kvöld, lokatölur urðu 40-28. Í hinum leik kvöldsins sigraði Þór A. FH 29-26 í Krikanum 19.11.2004 00:01
Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar leiða í hálfleik 41-39 gegn Njarðvík í seinni undanúrslitaleik Hópbílabikarsins í körfuknattleik. Anthony Glover hefur farið mikinn fyrir Keflvíkinga í hálfleiknum og sett niður 21 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Hjá Njarðvíkingum er nýji maðurinn, Anthony Lackey, stigahæstur með 12 stig. 19.11.2004 00:01
Njarðvík í úrslit Það verða Njarðvíkingar sem mæta Snæfelli í úrslitaleik Hópbílabikarsins í Laugardagshöll á morgun en þeir sigruðu Keflavík nú rétt í þessu 84-78. 19.11.2004 00:01
Vince Carter til Portland? Það þurfti ekki meira en fjóra tapleiki í röð til að orðrómur færi af stað um Vince Carter hjá Toronto Raptors í NBA-körfuboltanum. 19.11.2004 00:01
Spurs vann fimmta í röð Tim Duncan fór fyrir sínum mönnum þegar San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni. 19.11.2004 00:01
Spánverjar biðjast afsökunar Enska knattspyrnusambandinu barst í gær afsökunarbeiðni frá spænska knattspyrnusambandinu eftir að spænskir áhorfendur höfðu kallað ókvæðisorð að leikmönnum enska landsliðsins í vináttuleik sem fram fór í Madríd á miðvikudaginn var. 19.11.2004 00:01
Hægt að kjósa í NBA-Stjörnuleikinn Opnað hefur verið fyrir kosningu í Stjörnuleik NBA-körfuboltans sem fram fer í Denver 20. febrúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01
Roddick vann Safin Andy Roddick bar sigurorð af Marat Safin í annarri umferð ATP Masters Cup tennismótsins í fyrrakvöld. 19.11.2004 00:01
Thorpe sleppir heimsmeistaramótinu Sundkappinn Ian Thorpe íhugar að sleppa næstu heimsmeistarakeppni til að halda einbeitingunni að Ólympíuleikunum í Peking 2008. 19.11.2004 00:01
Lið Grants Hill að gera góða hluti Grant Hill og félagar hans í Orlando Magic, eru að gera góða hluti í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. Magic vann hið fríska lið Utah Jazz, 107-92, sem hafði aðeins tapað einum leik í deildinni og unnið sex af síðustu sjö leikjum. 18.11.2004 00:01
Vörnin í molum Íslenska handboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Þjóðverjum á World Cup er þeir mættu Frökkum á miðvikudag. Frakkar voru mikið mun sterkari frá upphafi og unnu stórsigur, 38-29. 18.11.2004 00:01
Slegist um Guðjón Guðjón Þórðarson mun geta valið úr tilboðum á Íslandi komi hann heim þar sem Keflvíkingar hafa ákveðið að berjast við granna sína frá Grindavík um þjónustu Guðjóns. 18.11.2004 00:01
Ísland að sökkva Ungverjum Íslenska landsliðið í handbolta er yfir í leikhléi 18-12 gegn Ungverjum á World Cup mótinu sem fram fer í Svíþjóð. Liðið náði mest fimm marka mun um miðjan fyrri hálfleik en Ungverjar minnkuðu muninn þegar líða fór að hálfleik. 18.11.2004 00:01
Góður sigur á Ungverjum Íslenska landsliðið í handbolta spilaði einn sinn besta leik um langa hríð þegar liðið bar sigurorð af Ungverjum í þriðja leik liðsins á World Cup í Svíþjóð. Lokatölur urður 33-29 Íslandi í vil en munurinn á liðunum var lengstum leiks meiri. 18.11.2004 00:01
Shevchenko á stórmót Serbía-Montenegro vann góðan sigur 0-2 á Belgum í Brussel, sigurinn kom þeim á toppinn í riðlinum og rændi Belga nánast öllum möguleikum um að komast áfram. Seinna markið skoraði Mateja Kezman sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir fyrirliðann Savo Milosevic sem meiddist í fyrri hálfleik. 18.11.2004 00:01
Verðum að halda einbeitingunni Undanúrslitin í Hópbílabikarnum í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Í fyrri leiknum mætast Snæfell og Grindavík en í þeim síðari eigast við erkifjendurnir frægu í Njarðvík og Keflavík. 18.11.2004 00:01
Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa forystu í hálfleik gegn danska liðinu Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik, 43-41. Keflvíkingar leiddu 27-14 eftir fyrsta leikhluta og mest 34-22 en Danirnir komu sterkir til baka undir lok fyrri hálfleiks. Gunnar Einarsson hefur skorað 17 stig, þar af 14 í fyrsta leikhluta, og Nick Bradford 14 fyrir Keflvíkinga. 18.11.2004 00:01
Írland og Austurríki í forystu Írarnir Padraig Harrington og Paul McGinley, lykilmenn í sigurliði Evrópumanna í Ryder Cup, er efstir eftir fyrsta keppnisdaga á síðasta heimsmeistaramóti ársins í golfi. Þeir félagar léku á samtals 12 höggum undir pari í dag, eins og lið Austurríkis sem þeir Martin Wiegele og Markus Brier skipa. 18.11.2004 00:01