Sport

Snæfell Hópbílabikarmeistari

Snæfellingar unnu í dag sinn fyrsta stóra titil í körfubolta þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í úrslitaleik Hópbílabikars karla, 84-79. Snæfellingar höfðu forystu stóran hluta leiksins, voru yfir í hálfleik, 48-37, og höfðu einnig 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta. Desmond Peoples var atkvæðamestur í sigurliðinu með 22 stig (9 fráköst), Pierre Greene skoraði 20 stig (6 stoðsendingar) og Sigurður Þorvaldsson 13. Hlynur Bæringsson sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er Snæfellingum en hann skoraði 14 stig, tók jafnmörg fráköst og átti 7 stoðsendingar. Friðrik Stefánsson var öflugastur í liði Njarðvíkur með 24 stig og 10 fráköst. Anthony Lackey setti 20 stig, Matt Sayman 12 og Brenton Birmingham 11 (9 fráköst, 7 stoðsendingar). Slæm skotnýting varð Njarðvíkurliðinu að falli í leiknum en það hitti aðeins úr 2 af 14 þriggja stiga skotum sínum og klikkað á mörgum skotum þegar mest reið á undir lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×