Sport

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa forystu í hálfleik gegn danska liðinu Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik, 43-41. Keflvíkingar leiddu 27-14 eftir fyrsta leikhluta og mest 34-22 en Danirnir komu sterkir til baka undir lok fyrri hálfleiks. Gunnar Einarsson hefur skorað 17 stig, þar af 14 í fyrsta leikhluta, og Nick Bradford 14 fyrir Keflvíkinga. Anthony Glover hefur skorað 6 stig fyrir Keflavík og þar að auki tekið 7 fráköst. Í liði Bakken Bears er risinn Chris Christopherson atkvæðamestur. Chris þessi, sem eru 2,18 á hæð, hefur skorað 9 stig og tekið 6 fráköst, en Keflvíkingar hafa náð að halda honum nokkuð niðri með ágætum varnarleik. Þriggja stiga skotin er einnig að koma sterk inn hjá Dönunum þar sem þeir hafa sett niður 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×