Sport

Lið Grants Hill að gera góða hluti

Grant Hill og félagar hans í Orlando Magic, eru að gera góða hluti í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. Magic vann hið fríska lið Utah Jazz, 197-92, sem hafði aðeins tapað einum leik í deildinni og unnið sex af síðustu sjö leikjum. Það var Steve Francis sem, ásamt Hill, lagði grunninn að sigrinum gegn Jazz. Francis skoraði 33 stig, tók 9 fráköst, og gaf 11 stoðsendingar. Hill, sem hefur átt glæsilega endurkomu það sem af er vetri, skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Tvíeykið öfluga hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og segja spekingar í Bandaríkjunum Hill og Francis skjóta öðrum tvíeykjum ref fyrir rass.  Orlando er í öðru sæti suðausturriðilsins í Austurdeildinni og á í harðri baráttu við Shaquille O´Neal og félaga í Miami Heat um fyrsta sætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×