Sport

Írland og Austurríki í forystu

Írarnir Padraig Harrington og Paul McGinley, lykilmenn í sigurliði Evrópumanna í Ryder Cup, er efstir eftir fyrsta keppnisdaga á síðasta heimsmeistaramóti ársins í golfi. Þeir félagar léku á samtals 12 höggum undir pari í dag, eins og lið Austurríkis sem þeir Martin Wiegele og Markus Brier skipa. Aðstæður voru eins og best verður á kosið í Sevilla á Spáni í dag, en þar fer mótið fram. Lítill vindur g hægt rennsli á flötunum sem og keppnisfyrirkomulagið "fjórbolti", þar sem teymin velja betri boltann eftir hvert högg, urðu þess valdandi að skorkortin litu vel út hjá mörgum liðum í lok dagsins. Englendingarnir Paul Casey og Luke Donald eru í þriðja sæti á 11 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×