Sport

Stúdínur í úrslit

ÍS vann í dag Hauka í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í körfuknattleik. Lokatölur urðu 77-70 eftir að Haukar höfðu leitt í hálfleik, 37-26. Þá fóru stúdínur í gang og unnu 3. leikhluta með 9 stigum og þann 4. með 7 stigum. ÍS mætir að öllum líkindum Keflavík í úrslitum en þær síðarnefndu eru að rúlla Grindvíkingum upp í síðari leik dagsins. Stella R. Kristjánsdóttir var stigahæst í liði stúdína með 21 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 18 stig (19 fráköst), Þórunn Bjarnasóttir 16 og Alda L. Jónsdóttir 15 (10 fráköst). Í liði Hauka var Helena Sverrisdóttir yfirburðarmaður með 32 stig (12 fráköst, 7 stoðsendingar) en næstar henni kom Pálína M. Gunnlaugsdóttir með 20 stig (10 fráköst) og Ragnheiður Theódórsdóttir, 10 stig (7 fráköst).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×