Sport

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell hefur yfir í hálfleik gegn Njarðvík í úrslitaleik Hópbílabikars karla í körfuknattleik. Staðan er 48-37 en Snæfellingar leiddu 27-22 eftir fyrsta leikhluta. Pierre Greene er stigahæstur í liði Snæfellinga með 16 stig og hefur gefið 4 stoðsendingar. Greene hefur hitt úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Friðrik Stefánsson hefur skorað 11 stig fyrir Njarðvík. Desmond Peebles hefur skorað 14 stig fyrir Snæfellinga og Hlynur Bæringsson er öflugur að venju, hefur skorað 5 stig, tekið 6 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Matt Sayman kemur næstur Friðrik í liði Njarðvíkinga, hefur sett 9 stig og gefið 4 stoðsendingar. Brenton Birmingham er með 7 stig og 5 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×