Sport

Yfirburðasigur Keflvíkinga

Keflavík vann  yfirburðarsigur á grönnum sínum í Grindavík í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í dag, 83-41, eftir að hafa verið 38-14 yfir í hálfleik. Ljóst var strax í byrjun hvert stefndi og höfðu stúlkurnar frá Keflavík yfirburði á öllum sviðum og voru 25-4 yfir eftir fyrsta leikhluta. Keflavík mætir ÍS í úrslitum á morgun. Birna Valgarðsdóttir átti stórleik í liði Keflvíkur, skoraði 32 stig (7 fráköst). Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig (9 fráköst, 7 stolnir boltar) og Reshea Bristol 12 stig (5 stoðsendingar, 7 stolnir boltar). Í liði Grindavíkur var Erla Þorsteinsdóttir fremst með 13 stig en Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 9 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×