Sport

Vince Carter til Portland?

Það þurfti ekki meira en fjóra tapleiki í röð til að orðrómur færi af stað um Vince Carter hjá Toronto Raptors í NBA-körfuboltanum. Nú ganga þær sögur fjöllum hærra að Carter sé á förum til Portland Trailblazers. Líklegt þykir að Jalen Rose muni fylgja honum yfir og að í þeirra stað komi Nick Van Exel, Derek Anderson og Shareef Abdur-Rahim. Raptors er í öðru sæti Atlantshafsriðilsins með fjóra sigra og fimm tapleiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×