Sport

Bolton náði jafntefli á brúnni

Bolton gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn meistaraefnunum í Chelsea á heimavelli þeirra síðarnefndu í dag. Túnisbúinn Rahdi Jaidi jafnaði fyrir Bolton þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Chelsea missti niður tveggja marka forskot í leiknum. Chelsea er þó enn á toppi deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Arsenal. Damien Duff kom Chelsea yfir eftir aðeins 37 sekúndur og Portúgalinn Tiago virtist hafa tryggt Chelsea sigurinn með marki í upphafi síðari hálfleiks. Leikmenn Bolton létu þetta ekki brjóta sig á bak aftur og Kevin Davies minnkaði muninn á 55. mínútu og Jaidi jafnaði metin í lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×