Sport

Vörnin í molum

Íslenska handboltalandsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Þjóðverjum á World Cup er þeir mættu Frökkum á miðvikudag. Frakkar voru mikið mun sterkari frá upphafi og unnu stórsigur, 38-29. Það var fyrst og fremst átakanlega slakur varnarleikur sem varð íslenska liðinu að falli í þessum leik en íslensku strákarnir réðu lítið við hreyfanlega og útsjónarsama sóknarmenn Frakka sem opnuðu íslensku vörnina jafn auðveldlega og rauðvínsflösku. Sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum var ágætur. Strákarnir skoruðu mörg góð mörk úr langskotum en fengu lítið sem ekkert úr hornunum og klúðruðu þar að auki allt of mörgum dauðafærum. Baráttan var einnig ekki söm og í leiknum gegn Þjóðverjum og menn lögðu niður vopnin allt of snemma. Markús Máni átti frábæran fyrri hálfleik, Róbert var fínn í síðari hálfleik, Einar var öflugur og Ásgeir sýndi ágætis takta þótt hann hafi verið nokkuð mistækur. Aðrir eiga mikið inni. Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 7/2, Markús Máni Michaelsson Maute 6, Einar Hólmgeirsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Logi Geirsson 3/1, Dagur Sigurðsson 2, Ingimundur Ingimundarson 1. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 13, Birkir Ívar Guðmundsson 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×