Sport

Thorpe sleppir heimsmeistaramótinu

Sundkappinn Ian Thorpe íhugar að sleppa næstu heimsmeistarakeppni til að halda einbeitingunni að Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þetta fullyrðir Tracey Menzies, þjálfari Thorpes, en hann missir því af tækifæri til að vinna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð í frjálsu 400 metra sundi. Thorpe gæti engu að síður bætt við sig sínu sjötta Ólympíugulli. "Þetta er bara hugmynd sem við erum að vinna í en það er ekkert ákveðið að svo stöddu," sagði Menzies.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×