Sport

Tiger með þriggja högga forystu

Tiger Woods er enn með þriggja högga forystu á Dunlop Phoenix mótinu í Miyazaki í Japan. Tiger lék á 67 höggum, þremur undir pari, og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur. Kaname Yokoo frá Japan er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Tiger. Daninn Thomas Björn er í 32. sæti en hann vann mótið í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×