Sport

Fer Postiga frá Tottenham?

Portúgalski framherjinn Helder Postiga íhugar það alvarlega þessa dagana að yfirgefa herbúðir enska félagsins Tottenham Hotspur. Tottenham keypti Postiga fyrir ári síðan á 8 milljónir punda frá Porto en tækifæri Postigas á síðustu leiktíð voru af skornum skammti. Hann hefur því hótað að fara frá félaginu fá hann ekki fleiri tækifæri hjá hinum nýja þjálfara Spurs, Jacques Santini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×