Sport

Chelsea kaupir Kezman

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er hvergi nærri hætt í leikmannakaupum - líklega rétt aðeins að byrja enda virðist pyngja Romans Abramóvitsj óendanlega djúp. Nú síðast í gær keypti Chelsea serbneska framherjann Mateja Kezman frá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Kaupverðið hefur ekki enn fengist gefið upp en það er væntanlega í hærri kantinum sé Roman samur við sig. Fleiri lið voru á höttunum eftir Serbanum snjalla en vitað var um áhuga ensku úrvalsdeildarfélaganna Liverpool og Charlton. Mateja Kezman er 25 ára gamall og óhætt er að segja að hann hafi gert góða hluti hjá PSV en á síðastliðnum fjórum árum hefur hann skorað 105 mörk fyrir félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×