Sport

Svanasöngur Collina

Ítalski stórdómarinn Pierluigi Collina dæmir í kvöld síðasta leik sinn á stórmóti er Tékkar og Grikkir mætast í undanúrslitum á EM. Collina verður 45 ára í febrúar á næsta ári og samkvæmt lögum FIFA þá mega dómarar sem eru orðnir 45 ára ekki dæma á stórmótum. Stórfurðuleg regla það því Collina er enn í toppformi og margir sammála því að þar fari einn besti, ef ekki besti, dómari heims í dag. Collina hefur dæmt marga merkilega leiki á sínum ferli eins og úrslit Ólympíuleikanna 1996, úrslit Meistararadeildar 1999 og úrslitaleik HM 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×