Sport

Rommedahl ráðinn til Charlton

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton, sem Hermann okkar Hreiðarsson leikur með, hefur fest kaup á danska landsliðsmanninn Dennis Rommedahl. Charlton þarf að greiða hollenska liðinu PSV Eindhoven í Hollandi tvær milljónir punda fyrir Rommedahl, sem gerði fjögurra ára samning við enska liðið. Rommedahl þótti standa sig afar vel á EM í Portúgal, eins og reyndar danska liðið í heild. Hann er eldfljótur og áræðinn kantmaður, eflaust einn sá allra fljótasti í heiminum, en hann hefur hlaupið 100 metrana á 10,3 sekúndum og mun án efa styrkja lið Charlton mikið. Charlton stóð sig afar vel á síðustu leiktíð og er greinilega á þeim buxunum að halda því áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×