Sport

Hitzfeld tekur ekki við Þjóðverjum

Þýski þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska knattspyrnusambandsins um að taka við þýska landsliðinu í knattspyrnu. Hitzfeld hefur undanfarin ár stýrt stórliði Bayern Munchen en hann hætti í lok síðasta tímabils og sagðist þá ætla að taka sér frí frá knattspyrnunni. Þá átti hann ekki von á því að fá þetta girnilega tilboð en næsti þjálfari mun stýra liðinu á HM 2006 sem fram fer í Þýskalandi. Hitzfeld sagði að ákvörðunin hefði verið erfið en núverandi aðstæður hefðu einfaldlega ekki leyft það að hann tæki að sér starfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×