Sport

Nistelrooy í vondum málum?

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gæti verið í vondum málum eftir að hann ásakaði Svíann Anders Frisk um að vera heimadómara. Nistelrooy var mjög heitur eftir að Hollendingar höfðu dottið úr leik gegn Portúgölum á EM og var fljótur að ráðast á dómarann. Hann sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með Portúgölum. "Allir tvísýnir dómar féllu þeirra megin en það er lítið sem við getum gert við því. Engu að síður er sárt að falla svona úr keppni," sagði Nistelrooy. Slík ummæli eru ekki vinsæl hjá forkólfum knattspyrnusambands Evrópu og gæti Nistelrooy því átt yfir höfði sér leikbann fyrir ummælin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×