Sport

Van Nistelrooy í 2ja leikja bann

UEFA hefur dæmt hollenska landsliðsmanninn og leikmann Manchester United, Ruud Van Nistelrooy, í tveggja leikja bann fyrir ósæmilega hegðun gagnvart sænska dómaranum Anders Frisk. Nistelrooy var afar ósáttur með frammistöðu Frisks í undanúrslitaleiknum gegn Portúgölum á dögunum og lét hann heyra það bæði meðan á leik stóð sem og eftir hann. Þá lét hann nokkur vel valin orð falla í fjölmiðlum og sakaði Frisk meðal annars um heimadómgæslu og sagði öll vafaatriði hafa fallið með Portúgölum. Nistelrooy hefur tíma til mánudags ætli hann sér að áfrýja úrskurðinum. Ef ekkert breytist í málinu missir Nistelrooy af tveimur fyrstu leikjum Hollendinga í undankeppni HM 2006 sem fram fer í Þýskalandi. Fyrri leikurinn er heimaleikur gegn Tékkum sem fram fer 8. september en sá seinni er útileikur á móti Makedóníumönnum og fer hann fram 9. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×