Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:15 Jakob Ingebrigtsen vonsvikinn eftir hlaupið í Tókýó í dag. Getty/Hannah Peters Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira