Sport

Trezeguet hrækti á Santini

Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet sýndi greinilega hvað honum finnst um fyrrum þjálfara franska landsliðsins, Jacques Santini, þegar honum var skipt út af í tapleiknum gegn Grikkjum í átta liða úrslitum EM í Portúgal. Hann gerði sér lítið fyrir og hrækti aftan á Santini og náðist gjörningurinn á myndband. Trezeguet var bálreiður vegna skiptingarinnar en flestir eru á því að hann, og reyndar flestir leikmenn liðsins, hafi spilað langt undir getu. Ekki verður þetta til að lægja öldurnar í kringum franska landsliðið - líklega bara olía á eldinn og spurning hvað franska knattspyrnusambandið gerir í kjölfarið en það mun væntanlega ekki taka létt á málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×