Sport

Nistelrooy brjálaður út í Frisk

Svo gæti farið að UEFA taki til nánari skoðunar framkomu Ruuds Van Nistelrooy gagnvart Anders Frisk, dómaranum sem dæmdi undanúrslitaleik Portúgala og Hollendinga. Nistelrooy var alveg brjálaður út í Frisk vegna nokkurra dóma hans í leiknum og einnig vegna þess sem hann taldi vera leiktöf hjá markverði Portúgala, Ricardo, í lokin. Nistelrooy hélt áfram að leik loknum og veittist nánast að Frisk. Síðan lét hann nokkur vel valin ummæli falla í fjölmiðlum stuttu seinna og reiði hans var mikil sem og sárindi: "Öll vafaatriði féllu þeirra (Portúgala) megin, hvert eitt og einasta og þetta var ekkert annað en heimadómgæsla hjá Frisk," sagði bálreiður Nistelrooy stuttu eftir leik. Víst er að hegðun Hollendingsins meðan á leik stóð og eftir hann féll ekki í góðan jarðveg hjá forráðamönnum UEFA og hvað þá ummæli hans um dómgæsluna. Ruud Van Nistelrooy gæti því verið í vondum málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×